Morgunn - 01.12.1938, Blaðsíða 53
MORGUNN
177
ekki að ef augu hans lykjust upp, þá mundi hann sjá ynd-
islega sjón. Það varð líka. Hann eins og vaknaði og
mér fannst ég skynja eitthvað af hugsunum hans. Ég
skynjaði einhvernveginn að hann var að þakka hinum
hæsta af öllum innileik sálar sinnar fyrir dásemdir hans
og gæzku. í sama bili sá ég að séra Haraldur gekk til
hans, laut niður að honum og talaði við hann, eins og
faðir væri að tala við ástfólgið barn sitt. Fleira sá ég ekki
að því sinni, en ég horfði á þetta meðan ég stóð þarna
við og varð engin breyting á þ'd er ég vék á brott.
Sýn Hafsteins Björnssonar við útför Einars H. Kvarans.
Heima.
Það var verið að enda við að syngja sálminn; »Drottinn
vakir.« er ég kom á heimili hans. Staðnæmdist ég
utarlega á ganginum, er var orðinn troðfullur af fólki. Að
litilli stundu liðinni var sem veggir og þil hefðu
verið numin á brott með einhverjum hætti og á móti mér
blikaði ljómandi ljóshaf, og gat ég í fyrstu ekki greint eitt
frá öðru í birtu þess. En smásaman skýrðist þetta betur
og mér fór að verða unnt að greina einstaka hluti. Ég sá
nú fyrst inn i forkunnarfagra kapellu, og virtist mér að
hún mundi snúa frá austri til vesturs. Fyrir stafni hennar
í austurátt sá ég altari, er var tjaldað rauð-fjólubláu klæði
en framan á miðju altarisklæðinu var yndisfagur rósasveig-
or, og var sem hann væri ofinn í klæðið sjálft. Innan
i hring þessum, er rósasveigurinn myndaði, sá ég mynd af
sexyddri stjörnu og virtist mér að mynd af lykli væri inn-
an i stjörnu þessari. Á altari þetta var breiddur fannhvitur
dúkur. Tvær ljósastikur voru á altari þessu og loguðu sjö
ijós á hvorri. Gerð þeirra var ólík öllum ljósastikum er ég
hefi séð. Ýmsir fleiri hlutir voru á altari þessu, en sér-
staklega tók ég eftir staf einum er þar lá, og virtist mér
sem að á miðju hans væri hnattlaga kúla, en yfir miðju
hennar, þeirii hliðinni er upp snéri, sá ég stjörnumynd.
Innan i mynd þeirri sá ég krosstákn og auk þess þrjár
12