Morgunn - 01.12.1938, Blaðsíða 101
MORGUNN
225
Hins vegar er ekki að undra, þótt upprisufrásagan sé
umdeild. Bæði segir hún frá stórfeldasta viðburði mann-
kynssögunnar og svo er einnig hitt, að sá sem vill myrða,
reynir að hitta í hjartastað, og trúarofsækjendur vita,
að upprisuviðburðurinn er hjartastaður hinnar kristnu
trúar.
En eftir því sem þekking manna á efnisheiminum eykst
og sálrænar rannsóknir aukast, eftir því verður þrengra
um föngin fyrir Tómasana til að næra vantrú sína á, nema
þá fullkomin vanþekking sé á staðreyndum.
Fimm gjafir frá öðrum heimi.
Eftir M. Barbanell.
Á sunnudaginn var (26. júní) kom óvænt fram hjá miðl-
inum Louísu Bolt hver á fætur öðrum fimm tilburðar-
munir (apports), gjafir frá andaheiminum.
Þó að sá kafli af miðilsfundinum, sem þetta gerðist á,
Væri haldinn í myrkri, þá var hver hlutur lagður í hend-
lu’ þess, sem átti að fá hann, nema sá sem mér var ætl-
aður, hann var lagður á pappírsblökk, sem jeg hjelt á í
hendinni.
Þó að áður hafi hjá þessum miðli við ýms tækifæri
koniið tilflutningar, þá sagði hún mér að þetta væri í
fyi’sta sinni. sem komið hefði fram fimm munir á einum
íundi.
Konu minni var fært armband, og Karahnuta, Zulu-
^iaður, sem var stjórnandi og talaði í djúpum og dimmum
vomi, sagði okkur, að það væri komið frá hans eigin landi.
Þá fékk Marcel Poncin, hinn frægi franski listamaður,
er hafði með sér mynd, sem hann hafði málað ósjálfrátt
15