Morgunn - 01.12.1938, Blaðsíða 68
192
MORGUNN
mat þýðingarmest, — hvernig hann allan síðari helming
sinnar löngu æfi var sannfærður um sannleiksgildi sálar-
rannsóknanna, og án þess að gleyma nokkurt sinn öðrum
menningarverðmætum, skoðaði þessa þekking öllum öðr-
um mikilvægari, og varði öllum sínum miklu hæfileikum
og kröftum henni til útbreiðslu og eflingar.
En þó að hann sé horfinn sjón og heym vorri, þá vitum
vér samkvæmt þeirri þekking, sem vér höfum öðlast, að
andi hans er oss ekki fjarlægur, mun vafalaust vera oss
nálægur nú á þessum og verða á öðrum fundum vorum.
Ég vil segja um hann eins og sagt var um Maxwell
Telling, lækninn og spíritistann ágæta, sem andaðist á síð-
astliðnu vori á Englandi, tæpum mánuði á undan forset-
anum og skýrt var frá í síðasta hefti Morguns. Vinur
hans, gamall og nafnkunnur sálarrannsóknamaður sagði
um hann: „Hann mun einnig vinna nytsamt starf, þar
sem hann er nú að fenginni verðskuldaðri hvíld. Það er
(hann sagði ekki: það var) það er eðli hans, að hjálpa
öllum., sem eru í nauðum staddir". Og þetta veit ég að er
enn eðli forsetans og nú veit hann, að vér vinir hans erum
á vandasömum vegamótum, er vér höfum misst þá for-
ustumennina, sem mest höfðu traust og báru uppi félags-
skap vorn.
Því vil ég, áður en ég held lengra máli mínu, í þessari
meðvitund, að hann sé hér í anda nálægur, andi hans ná-
lægur oss og einnig séður af þeim, sem til þess hafa hæfi-
leika — vil ég bjóða hann velkominn og biðja yður öll í
kveðjuskyni, og til virðingar og þakklætis minning hans,
að standa upp.
Ég þakka yður fyrir og held nú áfram máli mínu.
Og ég endurtek þá fyrst það, sem ég sagði í upphafi,
að oss er það gleði, að geta á ný tekið til starfa og byrjað
aftur félagssamkomur vorar í öruggu trausti til málstaðar
vors og innbyrðis kærleika hver til annara.
Þér hafið tekið eftir því, að ég gaf erindi mínu fyrir-
sögnina: Hvar stöndum vér. Og það var hugsun mín, að