Morgunn - 01.12.1938, Blaðsíða 51
MORGUNN
175
niest á rauðfjólubláum lit i þeim. Beindi hann þessum
geislum á hinn deyjandi vin okkar. Ekki var maður þessi
alltaf kyrr á sama stað, heldur flutti hann sig til kringum
hvílu hans, eftir því sem honum virtist bezt henta. Sá ég
mann þennan allan tímann er ég var þarna, eða frá kl.
8 að kvöldi til kl. 4 að morgni, er ég fór heim til mín.
Guðlaugu, móður Einars H. Kvarans sá ég einnig
þarna inni. Hún var í fannhvítum klæðum og virtist mér
hún vera að búa undir komu sonar síns yfir á eilifðar-
landið. Rétt hjá henni sá ég séra Harald Níelsson og sýnd-
ist mér hann mjög ánægjulegur og glaður, en eigi að síður
var þó eitthvað það ofið í svip hans, er sýndi innilega
hluttekningu og samúð með þeim, er nú voru að kveðja
hjartfólginn ástvin sinn að enduðum jarðneskum samvistum.
Ennfremur sá ég og þarna viðstadda konu eina, er ég hefi
°ft áður séð á heimili Einars H. Kvarans, og var mér sagt
að kona þessi væri frú Stefanía Guðmundsdóttir, leik-
hona. Ennfremur sá ég þarna fullorðinn mann. Stóð hann
dálítið fjær, en mér virtist hann gefa gætur að öllu, er
þarna var að gerast. Maður þessi var nokkuð hár vexti,
þrekinn og nokkuð feitlaginn að sjá. Hár hans var grátt,
fremur þunnt að sjá. Hann hafði yfirskegg, fremur
htið, klippt að neðan. Við hlið hans sá ég ungan mann, á
að gizka um þrítugs aldur; virtist mér hann myndarlegur
°g karlmannlegur að sjá, hár hans var dökkt og greitt
aftur. Ég spurði Finnu, hvaða menn þetta væru. Heyrði ég
hana nefna nafnið Ásgeir. Sigurð H. Kvaran lækni, bróður
Einars, sá ég þarna líka. Með honum var kona ein búin
sem hjúkrunarkona. Eftir útliti að dæma virtist mér að hún
mundi vera á fertugsaldri. Hár hennar var nokkuð mikið,
dökkt að lif. í nokkurri fjarlægð sá ég hóp af unglingum,
að því er virtist á fermingaraldri. Stóðu ungmenni þessi í
skipulegum röðum, drengir öðrumegin og stúlkur hinumeg-
ln- Nokkru fjær, bak við rúm hans og dálitið fyrir ofan
Það, sá ég mikinn fjölda af verum, er sýndust vera á
bernskualdri. Skipuðu þær sér sem söngflokkur gerir, en