Morgunn - 01.12.1938, Blaðsíða 83
MORGUNN
207
ætti að senda það. Ég sagði að ég ætlaði að taka það með
mér, en bað hana að vefja pappír utan um og gjörði hún
það vandlega, og sagði mér, að grafa þyrfti pottinn dá-
lítið niður. Ég lagði svo af stað fáförnustu leið, sem ég
gat fundið, suður i kirkjugarð til þess að mæta sem fæst-
um. Var ég að hugsa um, hvernig ég ætti að grafa niður
urtapottinn, þar sem ég hafði ekki til þess annað en fing-
urna, og kom til hugar ef á leið minni yrði búð með barna-
leikföngum, að fá þar litla skóflu, en hætti þó við það og
hugsaði með mér, að ég mundi finna í lcirkjugarðinum
eitthvað nothæft til aö róta í moldinni með. Mér brást
heldur ekki sú von, því að rétt fyrir utan leiðisgrindurnar
fann ég gjarðajárnsspotta, og kraup ég þegar niður og
gekk vel að grafa með honum holu fyrir urtapottinn og
þjappa moldinni að til að stöðva hann og festa. Að lok-
inni dvöl minni’ í kirkjugarðinum ætlaði ég svo inn til
frú Kvaran — en hús hennar stendur þar rétt hjá — og
tjá henni, að stjórn Sálarrannsóknafélagsins hafði kvöld-
ið áður á fundi ákveðið að halda næsta miðvikudag, 8.
Júní, í fundahúsi félagsins, Varðarhúsinu, minningarhá-
tíð um forsetann Einar H. Kvaran, sem látist hafði 21.
og biðja hana ásamt börnum sínum og ástvinum, að
vera þar viðstadda. Þegar ég kom í hús hennar, hafði hún
nýlega farið út, svo að ég kom ekki fram erindi mínu.
f lugsaði ég þó, að tími væri enn nógur, jafnvel þótt bíða
yrði næsta morguns og lét því við það sitja um sinn.
Um kveldið fór ég á fund hjá frú Láru og voru þar
niargir á fundi, líklega um tuttugu. Eftir venjulegan und-
^rbúning, orgelleik og söng, komu bráðlega stjórnendur
miðilsins, og var Mínerva litla að vanda barnslega skemti-
ieg og skrafhreyfin, talaði liðugt og leysti úr spurningum
°g stóð margt vel heima; enda vildu margir komast að,
til að spyrja. Þegar ég komst að, spurði ég, hvort hún
gæti sagt mér, hvar ég hefði verið í dag og var ég næsta
forvitinn að vita, hvaða svar ég fengi nú. Hún tólc þegar
Vel í að hún vissi það og sagði: „Þú varst með krukku“