Morgunn - 01.12.1938, Blaðsíða 40
164
MORGUNN
og náttúrufegurð slíkra staða, er dýpst hafði snortið hug
minn og lyft hugsun minni hæst.
Umliðna daga hafa hugsanaviðfangsefni min verið nokk-
uð svipuð, þó að í öðrum skilningi sé. Mér hefir orðið
nokkuð tíðförult út á sjónarhæð minninganna, einkum þá
þeirra, þaðan sem útsýnið hefir verir bezt yfir þann
áfanga liðinnar æfi minnar, er ég var svo gæfusamur að
eiga samleið með góðvini mínum, Einari H. Kvaran. Ég
hefi ekki lagt leiðir mínar þangað vegna þess, að mér hafi
virzt nauðsyn bera til að forða með þessum hætti undan
ryki gleymskunnar einhverju af þeim minningum minum,
er ég á frá samverustundum mínum með honum. Nei, síð-
ur en svo. Meginástæðan til þess, hve mér hefir orðið tíð-
.förult út á áðurnefnda sjónarhæð síðustu dagana, er fyrst
og fremst ljóss- og sólskinsþörf sálar minnar, því að hver
einasti af þeim er og verður mér ljósgjafi og uppsprettu-
lind einhverra þeirra verðmæta, er leitandi vegfaranda og
göngumóðum gesti reynist dýrmætasta veganestið um tor-
leiði jarðneskrar vegferðar.
Þó að það sé lítt venja mín, að gera helgustu minning-
ar huga míns að umræðuefni í áheyrn almennings, þá tel
ég mér ei að síður skylt að gera hér á nokkura undan-
tekningu að þessu sinni vegna málefnis þess, er hann svo
ósleitilega varði starfskröftum sínum til að fræða þjóð sína
um síðustu áratugina, er ég og svo margir aðrir hafa
lært að nefna »mikilvægasta málið í heimi«, sökum veittr-
ar fræðslu hans. Ég lít svo á, að i þeim minningum min-
um, er ég á frá samverustundunum með honum, sé að finna
nokkura greinargerð fyrir því, hvers virði sú þekking sé
fyrir líf mannanna, er í niðurstöðuályktunum sálarrannsókn-
anna felst.
Síðan ég kynntist góðvini mínum, Einari H. Kvaran,
eru liðin full tuttugu og fimm ár. Endurminningar mann-
anna mást og fölna einatt á skemmri tíma, en ég man þá
stund, er ég kom fyrst á heimili hans, eins og það hefði
gerzt i gær. Sjálfsagt veldur þar miklu um, hvernig