Morgunn


Morgunn - 01.12.1938, Side 40

Morgunn - 01.12.1938, Side 40
164 MORGUNN og náttúrufegurð slíkra staða, er dýpst hafði snortið hug minn og lyft hugsun minni hæst. Umliðna daga hafa hugsanaviðfangsefni min verið nokk- uð svipuð, þó að í öðrum skilningi sé. Mér hefir orðið nokkuð tíðförult út á sjónarhæð minninganna, einkum þá þeirra, þaðan sem útsýnið hefir verir bezt yfir þann áfanga liðinnar æfi minnar, er ég var svo gæfusamur að eiga samleið með góðvini mínum, Einari H. Kvaran. Ég hefi ekki lagt leiðir mínar þangað vegna þess, að mér hafi virzt nauðsyn bera til að forða með þessum hætti undan ryki gleymskunnar einhverju af þeim minningum minum, er ég á frá samverustundum mínum með honum. Nei, síð- ur en svo. Meginástæðan til þess, hve mér hefir orðið tíð- .förult út á áðurnefnda sjónarhæð síðustu dagana, er fyrst og fremst ljóss- og sólskinsþörf sálar minnar, því að hver einasti af þeim er og verður mér ljósgjafi og uppsprettu- lind einhverra þeirra verðmæta, er leitandi vegfaranda og göngumóðum gesti reynist dýrmætasta veganestið um tor- leiði jarðneskrar vegferðar. Þó að það sé lítt venja mín, að gera helgustu minning- ar huga míns að umræðuefni í áheyrn almennings, þá tel ég mér ei að síður skylt að gera hér á nokkura undan- tekningu að þessu sinni vegna málefnis þess, er hann svo ósleitilega varði starfskröftum sínum til að fræða þjóð sína um síðustu áratugina, er ég og svo margir aðrir hafa lært að nefna »mikilvægasta málið í heimi«, sökum veittr- ar fræðslu hans. Ég lít svo á, að i þeim minningum min- um, er ég á frá samverustundunum með honum, sé að finna nokkura greinargerð fyrir því, hvers virði sú þekking sé fyrir líf mannanna, er í niðurstöðuályktunum sálarrannsókn- anna felst. Síðan ég kynntist góðvini mínum, Einari H. Kvaran, eru liðin full tuttugu og fimm ár. Endurminningar mann- anna mást og fölna einatt á skemmri tíma, en ég man þá stund, er ég kom fyrst á heimili hans, eins og það hefði gerzt i gær. Sjálfsagt veldur þar miklu um, hvernig
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.