Morgunn - 01.12.1938, Blaðsíða 114
238
MORGUNN
Ávarp til lesenda Morguns.
Um leið og lokið er nú prentun 19. árgangs Morguns
og hann sendur út til áskrifenda og hafður til útsölu fyrir
aðra kaupendur og vini hans, þykir sanngjarnt og senni-
legt, að lesendur hans óski nokkurrar vitneskju um, hver
verða muni forlög hans framvegis, þegar svo er um skipt
orðið, að ekki nýtur lengur við hins vinsæla ritstjóra, sem
í upphafi stofnaði hann og hefir stjórnað honum hátt á
annan tug ára.
Eins og kunnugt er, hefir ritið frá upphafi verið mál-
gagn Sálarrannsóknafélags íslands, gefið út að tilhlutun
þess og verið aðallega á vegum þess, þó að í fyrstu gengj-
ust nokkrir einstakir áhugamenn fyrir því, að koma því
á fót og legðu til þess fram nokkurt fé, en hafa síðan
flestöll þau ár, er ritið hefir komið út, ekki annan hlut
átt að því, hvorki um fjárframlög nje aðrar ráðstafanir.
Það liggur því hér eftir næst fyrir, að framvegis verði
ritið að öllu leyti á vegum félagsins og kostað af því,
ef það treystist til að halda því úti.
Að vísu eru allir þeir árgangar, sem komnir eru út af
Morgni, þegar orðnir mikið rit og í því að finna stórmik-
inn fróðleik um sálarrannsóknirnar og sígildan sannleik,
sem ætíð á erindi, bæði til þeirra, sem þegar þekkja málið
og unna því og bæði geta haft og hafa ánægju og styrk
af að lesa ritið aftur og aftur — og þá ekki síður til
hinna, sem ekki þekkja það, en langar til að kynnast því
og leita sér í því efni uppbyggingar og styrks, og þeim
fjölgar æ meira og á að fjölga.
En það er sameiginlegt hlutskipti þessa rits og annara