Morgunn - 01.12.1938, Blaðsíða 73
MORGUNN
197
kann að vera orðalag hjá mismunandi þjóðum með mis-
munandi þjóðareinltennum og hugsunarhætti, ein sameig-
inleg niðurstaða, eitt aðalatriði: sannað framhaldslíf eftir
dauðann og sannað samband við þá, sem lifa í andlegum
heimi.
En að því er snertir andstöðuna, þá hefir hún aðallega
og ég held einvörðungu staðið í sambandi við tvö af þessum
atriðum, sem ég nefndi: trúarbrögðin og vísindin.
En er þá spíritisminn nokkur trúarbrögð ? Þar líta spírit-
istar sjálfir ekki allir eins á, og skiftir það litlu máli, þegar
allir byggja á hinu sameiginlega atriði: sannað fram-
haldslíf, og álykta af því allir sömu huggunargreinar og
sömu lífsskoðanir og lífsreglur. En eftir því sem ég bezt
veit, halda spíritistar yfirleitt því fram eða telja svo, að
spíritisminn sé ekki trúarbrögð, heldur undirstaða allra
trúarbragða. Öll trúarbrögð, jafnvel hin allra lægstu, hafa
einhverja vitneskju eða von um að lífið haldi áfram eftir
dauðann. Engin trúarbrögð ættu því að telja það koma
í bága við sig, að sú vitneskja og von sé staðfest og sönn-
uð og ættu þvert á móti að taka því fegins hendi. Mættu
þá allir geta aðhyllzt spíritisma án þess að missa nokkurs
í af trú sinni.
Conan Doyle, líklega hinn áhrifamesti postuli sálarrann-
sóknanna 05, útbreiðandi spíritismans segir: Spíritisminn
Gr trúarbrögð fyrir þá, sem sjálfum finnst þeir standa fyrir
utan öll trúarbrögð, þar sem hann aftur á móti styrkir
stórlega trú þeirra, sem þegar eiga trúarbrögð fyrir.
Þetta hittir ákaflega vel það sem er kjarnatriðið og hið
eftirsóknarverða við að þekkja og aðhyllast sálarrann-
sóknirnar og spíritismann að þeim, sem enga trú hafa átt,
Veitir hann trúna og þá iðulegast eindregna og innilega
trú, þeir hafa fengið fastan grundvöll að standa á, þar
sem þeir áður fundu sig enga fótfestu hafa í lífinu, en nú
g.lörbreyttist líf þeirra og fékk þann öruggleik og festu,
sem þeim var áður óþekkt. Og hitt annað, að þeim sem að
vísu áttu trú, sem þeir játuðu, en oft ef til vill hikandi og