Morgunn - 01.12.1938, Blaðsíða 7
MORGUNN
133
ástúðar beggja hjónanna, sem mér er ógleymanleg. —
Tómleiki tekur nú sál mína, er ég hugsa til, að hann er
hér ekki framar í stólnum sínum að taka móti mér með
sínu ástúðlega gleðibrosi og miðla mér af auði anda síns
og þekkingar.
Já, endurminningar eru mér svo margar í hug, að ég
gæti fæst talið. Þvi langaði mig til nú í síðasta sinn að þakka
þér, elskulegi vinur, sem vel má vera, að heyrir nú orð
mín, fyrir það allt í einu lagi og fyrir okkur öll sem treg-
um þig, og þakka guði fyrir þig og allt þitt starf. Og það
er mín heitasta og stærsta bæn, eins og það var þín, að
það beri allt þann árangur, sem þú ætlaðist til, að verða
til blessunar þjóð þinni, að hún megi þroskast á guðsríkis
braut og taka undir með þér: Þin náðin drottin nóg mér
er, því nýja veröld gafst þú mér, í þinni birtu’ hún brosir
öll, í bláma sé ég lífsins fjöll.
Vertu sæll vinur og velkominn til lífsins fjallanna, sem
þú glaður horfðir á. Guð meðtaki anda þinn og leiði þig
á hinni nýju starfs og þroskabraut.
Heilagi guð og faðir, blessaðu þetta hús og huggaðu
ulla ástvini hans, konuna hans elskuðu, sem gladdist með
honum, vann með honUm og bar með honum byrðar lífsins
með svo ósegjanlegfi ást og blíðu. Blessaðu hana og gefðu
henni, að hafa áfram sálufélag og samband við hann, unz
leiðirnar liggja aftur saman á lífsins fjöllum. Blessaðu börn-
in hans öll og barnabörnin og gef huggun öllum vinum,
sem trega hann.
Blessaðu þjóðina og landið, sem hann elskaði og vann
tyrir allt starf sitt.
Blessaðu félagið, sem hann stofnaði og stýrði og helg-
aði lífskrafta sína til síðustu stundar, — sem nú stendur
eins og vængbrotið eftir, svift forustu hans. Gefðu að því
vekist upp nýir menn til að halda áfram starfinu og
keppa að takmarkinu.
Alvaldi guð, gef oss öllum þetta, sem er endir allra bæna