Morgunn - 01.12.1986, Blaðsíða 16
blóma og nú. Aldrei staðið jafnvel að vígi eins og ein-
mitt eftir þessar síðustu svivirðingar.1
Tilraunafélagsmenn töldu sig byggja á staðfestri reynslu,
sönnunum. Þeir spurðu andstæðinga sína jafnan að því,
hvort þeir hefðu kynnt sér málið. „Hvernig eiga þeir, sem
ekki hafa neina þekkingu á sálarrannsóknum og enga
reynslu, að kveða upp dóma yfir þeim og spíritismanum?“
Slíkir dómar hljóta að vera byggðir á hleypidómum. „Þeir
þykjast vita allt af sjálfum sér.“2 Slíkt sé að sjálfsögðu
óvísindaleg aðferð, ósæmandi menntuðum mönnum, og
beri vott um „siðferðislegan heigulshátt“.3 1 varnarritum
spíritista gátu slíkir andstæðingar litið út sem óvinir frelsis
og framfara og jafnvel „ljóssins". Þessi aðferð gat verið
tvíeggjað vopn í höndum spíritista. Það gat verið vafasöm
auglýsing fyrir málefnið, þegar frá því var greint opin-
berlega, að miðill félagsins hefði tekið að sér að lækna
ákveðinn krabbameinssjúkling, sem lærðir læknar höfðu
gengið frá sem ólæknandi. Miðillinn hefði fyrir hönd lækn-
is „að handan“ fjarlægt krabbameinið,4 en nokkrum dög-
um síðar lést svo maðurinn. Annað dæmi um það, að vopn-
in snerust í höndum spíritistanna, var, þegar útgáfustjórn
Lögréttu vildi fá að sannprófa hæfileika annars miðils fé-
lagsins, Guðmundar Jónssonar, að lesa á lokaða bók. Til-
raunafélagsmenn tóku ekki illa í beiðnina, en sjúkleiki
miðilsins kom í veg fyrir tilraunina. Frá því var svo skýrt
af hálfu félagsins, að miðillinn hefði misst gáfuna í sjúk-
dóminum, svo ekkert varð úr öllu saman.5
Hins vegar eru mörg dæmi þess, að það hafi einmitt
reynst spíritistum besta leiðin til að þagga niður í mót-
stöðumönnum sínum að bjóða þeim að vera viðstaddir
miðilsfundi sína og tilraunir. Þannig urðu þeir sér oft úti
um áköfustu stuðningsmenn sína. Þannig fór t. d. um Guð-
mund Hannesson lækni, sem fyrst tók þátt í tilraununum til
1. lsafold 14.11. 1908
2. Isafold 1.6. 1906.
3. lsafold 3.5. 1905.
14
MORGUNN