Morgunn - 01.12.1986, Blaðsíða 33
Áður hefur verið nefnt, að innan hreyfingarinnar þróað-
iset ákveðið umburðarlyndi í garð annarra skoðana, að því
leyti að það var viðurkennt, að einstaklingurinn væri ,,leit-
andi“ og að samgangur var á milli félaganna. Þetta viðhorf
féll betur að forsendum f jölþættrar samfélagsgerðar en t. d.
þau viðhorf, sem einkenna sértrúarflokka. Innan þeirra
þróast allt annað viðhorf til félagslegs taumhalds og mikil-
vægis einstaklingsins sem leitanda. Sértrúarflokkar byggj-
ast á því, að sannleikurinn sé fundinn, og eiga sér forsendur
í allt öðru frelsunarhugtaki en því, sem þróaðist innan
dultrúarhreyfingarinnar.5
En úr þessu „siðrofi“ reis sjálfstætt íslenskt ríki 1918,
sem var að berjast við að koma undir sig fótunum, og hin-
ar nýju stéttir voru að sjálfsögðu þær stoðir, sem byggt
var á. Sjálfstæðið fól í sér, að Reykjavík varð miðstöð
þjóðlífsins, og dultrúarhreyfingin gegndi því tvíþætta hlut-
verki að efla samstöðu og samkennd inn á við og skilgreina
stöðu samfélagsins út á við.
Áður hefur verið bent á, að Guðspekifélagið og Frímúr-
arareglan eru alþjóðafélög, og þátttaka í þeim hafði í för
með sér, að framámenn islensks þjóðfélags voru komnir í
samband við stéttarbræður sína í f jölmörgum löndum hins
menntaða heims. Ekki er ólíklegt, að þessi tengsl hafi kom-
ið íslensku ,bræðrunum“ að notum í alþjóðaviðskiptum.
Hér að framan var einnig minnst á „sjálfstæðisbaráttu"
Islendinga innan þessara félaga, baráttu sem lauk með því,
að sérstök Islandsdeild hinnar alþjóðlegu guðspekihreyf-
ingar var stofnuð 1920, og árið áður varð Frímúrarareglan
á Islandi sjálfstæð eining, óháð dönsku stórstúkunni. Meðal
spíritista má einnig sjá ákveðna viðleitni til þess að skil-
greina sérstöðu gagnvart Danmörku, og létu þeir ekkert
tækifæri ónotað til þess að taka fram, að fyrirmyndir sín-
ar hefðu þeir frá Englandi. 1 þessu sambandi er athyglis-
vert, hve margir íslenskir verslunarfulltrúar og ræðismenn
annarra ríkja voru starfandi í félögunum:
5- Sjá aftanmálsgrein 9.
morgunn
31