Morgunn - 01.12.1986, Blaðsíða 8
Aðalstofninn í þessari hreyfingu á Islandi er spiritism-
inn. Hann birtist að hluta til í meira eða minna mótuðu
hugmyndakerfi byggðu á ákveðnum kenningum og við-
horfum er einkenna hann sem alþjóðahreyfingu. En spíri-
tisminn birtist þó fyrst og fremst í búningi sem ekki hefur
einkenni altækra eða afleiddra (abstrakt)hugmynda held-
ur miðast hann við jarðbundin og ,,raunveruleg“ fyrir-
brigði sem eru uppistaðan í persónulegri reynslu þeirra er
fyrir þeim verða. Þessi óvenjulegu fyrirbrigði eru oftast
nefnd „dularfull fyrirbæri". í nánum tengslum við nútíma
spíritisma eru svokallaðar sálarrannsóknir (psychic
reserch) og segja má að þær séu forsenda þess spíritisma
sem hér verður fjallað um í þessum þriðja og síðasta hluta
ritgerðar minnar um trúarlegar hreyfingar í Reykjavík tvo
fyrstu áratugi þessarar aldar. Með orðinu sálarrannsóknir
á ég hér við skipulega athuganir á þeim óvenjulegu fyrir-
brigðum sem spíritistar segja að stafi frá öðrum heimi,
nánar tiltekið öndum framliðinna. Þessi fyrirbrigði hafa
orðið spíritistum tilefni til kenninga um annað líf, eðli til-
verunnar og takmark mannsins í alheiminum. Að þessu
leyti er spíritisminn viðfangsefni trúarlífsfélagsfræðinnar
eins og bent var á í fyrsta hluta þessara ritgerðar sér í
Sögu 1980.1
Annar meginstofn dultrúarhreyfingarinnar hér á landi
er guðspekin, sem aðallega hefur birst sem hugmyndakerfi,
enda er forsenda hennar og aðferð fremur andleg íhugun
heimspekilegs eðlis (mystik). Hin dularfullu fyrirbæri
gegna þó mikilvægu hlutverki í guðspekinni og sögulega séð
er hún að einhverju leyti vaxinn upp af þeim.2 Margir spíri-
tistar, sem lagt hafa áherslu á hina hugmyndafræðilegu
hlið spíritismans, hafa aðhyllst svipaðar hugmyndir og
kenningar og guðspekin; hefur endurholdgunarkenningin
1. Sjá aftanmálsgrein 1.
2. Roy Wallis, Ideology, Authority and the Development of Cultic
Movements. 1 Social Research 1974, bls. 319 og áfram. Sjá einnig
neðanmálsgreinar 9 og 10.
6
MORGUNN