Morgunn - 01.12.1986, Síða 40
MIKOL DAVID □□ EARLE LANE:
FRÁ GULLGERÐARLIST
TIL VÍSINDA
Ára mannsim.
Gegnum söguna og marga menningastrauma bafa verið
skráðar heimildir um fólk, sem talið hefur verið ræmt
eða dulrænt og sem hefur séð litskrúðuga geisla streyma
frá líkömum manna. Þessi hálfsýnilega orka eða straum-
ur sem að þeirra sögn gegnsýrir allar lífverur, umhverfi og
allann alheiminn, hefur verið kölluð ,,ára“ hlutanna. Oft
hefur næmt fólk og listamenn lýst þessu sem þokukenndri
glóð eða upplýstu skýi og sett þetta fram með trúarlegum
hætti, samkvæmt hefð hvers tíma. Mörg dæmi eru um
þetta t. d. þegar Móses snéri til baka frá Síanfjalli var
andlit hans svo bjart að fólkið gat ekki horft til hans.
Myndir af Jesúm, Búdda, Krishna og öðrum slíkum
persónum trúarbragðanna eru yfirleitt sýndar með þann-
ig „áru“.
f fornum hellum og á veggjarústum í Indlandi, Egypta-
landi, Peru, Yucatan og víðar, eru myndir til minninga sem
sýna hvað eftir annað „áru“ manna og því virðist að þetta
sé eitthvað sem er sögulega skylt og sameiginlegt öllum
mönnum. T. d. í Hindúahelgisögnum er orka alheimsbirting-
arinnar kölluð ,,prana“, þetta er samsett orð úr Sandkrít,
þ. e, „pra“ (eitthvað se mstreymi fram) og ,,an“ (að anda,
hreyfast, lifa) sem er hægt að þýða „lífsorka”.
1 yogaheimsspeki er því haldið fram að prana streymi
inn í áru efnislíkamans og áran segi til um heilsufar, lík-
38
MORGUNN