Morgunn - 01.12.1986, Blaðsíða 48
Hulin orka.
Emil Boirac, rektor akademíunnar í Dijon, Frakklandi,
sálfræðingur og heimsspekingur, ritaði um þetta efni í bók
inni „Our hidden Force“, sem útgefin var 1915. Boirac
rannsakaði og velti fyrir sér gangverki ósýnilegrar orku
sem tengdist bæði í mannlegu lífi sem og segulmagnskrafti.
Boirac ritaði: „Mannlegur máttur getur beitt krafti sem
líkist þekktum kröftum, svo sem hita, ljósi, rafmagni, og
segulkrafti, á annan efni“. Hann lagði fram þá kenningu
að einhver óþekkt geislun gegnsýrði mannlegt líf og sem
gæti verið á valdi vísindanna að uppgötva. Samkvæmt
kenningu Boirac ættu vísindin að byrja að ski’á áhrifin sem
sumt fólk gætu beitt annað fólk, slíkt myndi verða innan
nýrra greina eðlisfræðinnar. Boirac skilgreindi fjórar mis-
munandi gerðir áhrifa sem fólk gæti notað á annað fólk og
neytt vilja sinn á annað fólk. Hann gerði ráð fyrir að ef
til vill gæti slik geislun útskýrt fyrirbrigði persónutöfra.
önnur skilgreining tók yfir hæfileika einstaklingsins sem
í einbeitni myndi leiða til yfirskilvitslegra skynjanna, t. d.
eins og miðilshæfileika. Líkt og Bondot þá varð verk Boirac
lítill gaumur gefinn. En þó verk þessara tveggja manna
hafi haft áhrif á aðra rannsakendur, þá varð raunveruleg
þróun í þessum efnum í annara höndum.
Úsýnileg geislun.
Erik Konrad Muller, jarðeðlis- og verkfræðingur frá
Zurich iagði fram mikilsverðann grundvöll fyrir hina vax-
andi lifsorkukenningu. Muller gaf út uppgötvanir sínar
1932, þar sem hann þróaði verk þeirra sem á undan hon-
um höfðu gengið, með áþreifanlegum sönnunum um mann-
legt orkukerfi. Samkvæmt enska tímaritinu „Journal of
Paraphysics“ uppgötvaði Muller að orka geislaði frá manni
undir sérstökum aðstæðum og við sérstakar heilsufars-
ástæður er hægt að sjá það í Ijósmyndum. Muller sá að
þessi orka var breytileg og að te og tóbak hafði áhrif á
magn útgeislunarinnar. Hann fann einnig að samband var
á milli rafsegulsmagnsgeislunar og öndunar. Aftur hafði
46
MORGUNN