Morgunn


Morgunn - 01.12.1986, Side 66

Morgunn - 01.12.1986, Side 66
rétt að segja að rúmið sameini eins og að það aðskilji. Efn- ið í líkömum okkar er þétting í eðlisfræðilegu sviði. Efnis- ögnin gefur ekki lengur viðunandi mynd af manninum; hann er nær því að vera alda í hafsjó verundar. Á síðastliðnum tíu árum hefur vaknað mikill áhugi á rdd (reynslu við dyr dauðans). Hér munum við fremur einbeita okkur að afleiðingum en einstökum atriðum í sambandi við rdd. Samkvæmt Grof „vaknar skilningur á fánýti auðsöfnunar og eftirsóknar í stundleg verðmæti, t.. a. m. völd og frægð". Nútíminn verður þýðingarmeiri en framtíðin og áhugi fyrir andlegum og trúarlegum efn- um vex. Virðing eykst fyrir lífinu, náttúrunni og fólki með áherslu á kærleika, samúð og fórnfýsi, kærleika sem stjórnast ekki af eigingirni heldur tekur til allra manna eins og þeir eru, skilyrðislaust. Mér virðist að þeir sem hafa farið í gegnum reynslu við dyr dauðans snúi aftur með sanna innsýn í sitt eigið eðli og raunveruleg verðmæti í stað sýndarverðmæta. Þeir hafa ákveðinn boðskap að flytja okkur öllum. Einn þýðingarmesti þátturinn í reynslu margra sem fara í gegnum rdd er hið svokallaða „yfirlit". Fréttir af áþekkri reynslu berast frá framliðnum gegnum miðla, hennar er getið í Tíbesku Dauðabókinni. Einn af þátt- takendunum í könnun gerðri af Kenneth Ring lýsir henni þannig: „Ég upplifði það sem ég kalla dóm, yfirlit yfir líf mitt: „Ég upplifði það sem heild eða inntak þess. Ég skynj- aði það eins og tjáþyrpingu (aðrir lýsa því sem röð mynda). Segja má að skaparinn hafi dæmt mig. Það fannst mér a. m. k. en þó miklu fremur að það hafi verið sjálf mitt í heild, hið æðra SJÁLF mitt, mitt sanna sjálf að dæma mitt óæðra sjálf. þ. e. egóið — venjur og hneigðir eða iífsmunstur J. T. á tuttugustu öld.“ Paul Brunton lýsir sömu reynslu. Á dauðastundinni verður einstaklingurinn var við dulið „ég“, sem Brunton kallar Yfirsjálf, eða hinn ódauðlega neista hið innra með sér, Atman eða Sjálf Indverjans. „Með augum þess, sér hann heildaráhrif fremur en einstök atriði jarðvistar sinn- 64 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.