Morgunn - 01.12.1986, Qupperneq 76
um, sígild tónverk eftir snillinga eins og Mozart, Beethoven
og Bach.
Ég naut verunnar þarna og hafði gott af henni, hvað
heilsuna snerti.
Daglega var ég í nuddi hjá Jóni Sigurgeirssyni, sem var
forstöðumaður þessa hælis. En jafnframt hefur hann mikla
hæfileika sem huglæknir. Fylgir því sérstök unaðstilfinn-
ing að finna hlýja strauma leggja frá höndum hans, um þá
staði líkamans, sem vanheilir eru.
Jón hafði um árabil haft samband við enska huglækn-
inn Horace Hambling, meðan hann var á lífi, og svo við
konu hans og dóttur, eftir að hann féll frá. Hafa þær nokkr-
um sinnum komið hingað til lands, og gefið fólki kost á að
njóta huglækninga sinna.
Með þessu Hambling fólki hefur lengi starfað „andlegur
læknir", sem nefnir sig ,,Moontrail“ (Mánaslóði), og kveðst
verið hafa Indíánahöfðingi, meðan hann lifði hér á jörðu
fyrir nokkur hundruð árum.
I lækningaherbergi Jóns Sigurgeirssonar á Laugalandi
var mynd af Moontrail, sem sögð er máluð af blindri konu,
með aðstoð „andlegs" hjálpanda. Mér varð oft litið á mynd
þessa, og varð hún mér hugstæð.
2. Schweitzer.
Á sunnudagskvöldið, daginn áður en við lögðum af stað
heimleiðis, birtist mér í sýn hinn mikli mannvinur og
læknir, Albert Schweitzer. Ekki vissi ég hvort hann hafði
staðið í nokkru sambandi við Jón Sigurgeirsson eða Úlf
Ragnarsson. Mér hafði undanfarið liðið illa af höfuðverk
(Mygrene) eins og oft áður. Mér fannst nú Schweitzer at-
huga á mér höfuðið og mér þótti hann segja: „Ég er nú
ýmsu vanur. Ég gat læknað líkamleg mein.“
Mér fannst hann gefa mér von um að hann skyldi fylgj-
ast með mér framvegis og reyna að lækna mig. Hann gaf
mér fyrirheit um að vitja mín, hvenær sem ég þyrfti á að
halda, en hann lét þess einnig getið að hann væri mjög
74
MORGUNN