Útvarpstíðindi - 16.03.1942, Blaðsíða 2

Útvarpstíðindi - 16.03.1942, Blaðsíða 2
,,Það er verst með þessa bannsetta róna, sem verið er að taka úr umferð, þeir koma svoddan óorði á brennivínið”, er haft eftir Árna Páls- syni. Jóna: Eg er hamingjusamasta stúlkan í ver- öldinni, ég ætla að fara að giftast manninum, sem ég elska. Sigga: En ég held, að sú stúlka sé hamingju- sömust, sem giftist manni, sem einhver önnur elskar. Maður kemur um miðnæturleytið að lyfjabúð einni og ber ákaflega að dyrum. Lyfsalinn lýkur upp: Sér er nú hver gauragangurinn! Þér berjið og hamist rétt eins og líf liggi við. það er nú einmitt það sem er, og það ekki einungis eins, heldur margra — margra líf, sagði maðurinn. Hvaða ósköp eru að heyra þetta, sagði lyf- salinn. Hvað hefur komið fyrir? Eg á að fá lúsasalva fyrir 50 aura, sagði nætur- gesturinn. — Ætlið þér virkilega að kvongast aftur? Þeg- ar þér misstuð konuna, sögðuð þér, að sorg yðar væri svo þung, að þér gætuð ekki borið hana. — Eg meinti að ég gæti ekki borið hana al- einn. ÚTVARPSTÍÐINDI korna út vikulega að vetrinum, 28 tölubl., 16 blaðsíður hvert. Árgangurinn kostar kr. 10,00 til áskrifenda og greiðist fyrir- fram. í lausasölu kostar heftið 50 aura. Afgreiðsla á Njálsgötu 23. Sími 5046. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: GUNNAR M. MAGNÚSS. Vegamótum, Seltjarnarnesi JÓN ÚR VÖR, Njálsgötu 23. Utgefandi: H/f. Hlustandinn. Víkingsprent h/f. Vegljóst. Þegar hugans húmgu lönd hafa leyst sér þokubönd, vegljós þá er vonin manns víður heimur sannleikans. Kristinn Stefánsson Höfundi úthýst: Héðan frá þó hrekjast megum, heims hvar þjáir vald, skála háan allir eigum: uppheims bláa tjald. Sigurbjörn i Fótasí^inni. SigurÓur Bjarnaáon si^áld, drukknaði, eins og kunnugt er, þegar hann var aðeins 24 ára að aldri. Unnusta hans, Helga Eiríksdóttir, lifði liann í 40 ár. Hún orti á efri árum sínum eftir- farandi vísu : Langt er yfir sjó að sjá, svo er lognið hvíta. Aldrei má ég æginn blá ógrátandi líta. Við höfum ávalt mikið úrval af allsKonar sKófatnaði. Ldrus G. Lúðvigsson SKÓVERSLUN 230 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.