Útvarpstíðindi - 16.03.1942, Blaðsíða 4

Útvarpstíðindi - 16.03.1942, Blaðsíða 4
því að vörnin kann fljótlega að snúast í uppgjöf. Megin orka kirkjunnar hefur nú um alllangt skeið farið í það, að tíerja gömul sannindi. Hún hefur skoð- að það sem hlutverk sitt, en ekki hitt, að leita sannleil^ans. GáfaSir menn sætta sig yfirleitt ekki við að eyða æv- inni í að tíerja eitthvað, sem forfeðurn- ir töldu vera rétt, þeir verða að fá svig- rúm til að sœ/ya, sækja fram. Þess vegna hefur straumur gáfumannanna á síðari tímum í ískyggilega ríkum mæli farið fram hjá kirkjunni, þeir fara fæst- ir í hennar þjónustu, leita sér fremur annara viðfangsefna í þjóðfélögunum. Allir mega skilja hver hætta þetta er kirkjunni, en þetta er hennar eigin sök. Vitanlega eru margar undantekningar frá þessu í öllum löndum, t. d. gleym- um við íslendingar ekki því, að séra Haraldur var einn gáfaðasti maður sinnar tíðar á Islandi. En hann var raunar af mörgum ekki talinn kirkju- hæfur. Það hefur verið lögð á það barnaleg áherzla, að hið eina nauðsyn- lega fyrir kirkjuna sé að eiga trúaða presta. Vitanlega þarf hún þess, en ef mannvitið heldur ekki í hönd trú- rækninnar verður framtíð kirkjunnar vafasöm. Hér á landi hafa afturhvarfs- prédikarar aldrei fengið aS móta kristnina í landinu ,heldur vitsmuna- mennirnir. Þess vegna varS séra Har- aldur slíkur áhrifamaður með þjóðinni, sem hann varð, og jafnvel séra Matt- hías, ekki ,,kirkjulegri“ en hann þótti um eitt skeið. Nú eru páskarnir í nánd. Já, og þeir eru, eftir því sem Páll postuli og öll frumkristnin leit á, hyrn- ingarsteinn kristninnar. Þeir eiga enn að vera aðal hátíð hennar. Engin önn- ur trúarbrögð eru grundvölluð á þeirri staðreynd, að höfundurinn kom til vina sinna, sýnilegur, áþreifanlegur og heyranlegur, eftir líkamsdauðann, til að sanna þeim að látinn lifir. Hann vissi að þeim mundi ekki nægja eintóm trú í þeim efnum og þess vegna kom hann sjálfur og gaf þeim staSreyndir, sem þeir gátu þreifað á, sannanir, sem þeir urðu að taka mark á, jafnvel Tóm- as. Margir hafa glataS páskatrúnni vegna þess, að kirkjan hefur ekki þekkt sinn vitjunartíma og ekki kunnað að leita þeirra sannana fyrir framhalds- lífinu, sem einar nægðu mönnunum fyrir 19 öldum, og einar nægja þeim enn. Kirkjan má ekki sætta sig við að vera í varnarstöðu, eins og gamall, þreyttur maður, hún verður að komast í sókn, hún verSur aS fylgja því eðlis- boði æskunnar, að sækja fram, ó- hrædd viS aS leggja inn á nýjar leiðir. Finnst yður vera komin ellimörk á hina virðulegu stofnun ? Já. Kirkjan á aldrei að gleyma því, að Búddha dó áttræður að aldri, þreytt- ur og fullsaddur jarðneskra æyidaga, að MúhameS andaðist aldurhniginn og saddur nautna í faðmi einnar af kon- um sínum, en að Kristur kvaddi jörð- ina í fegursta blóma manndómsáranna og kom sannanlega aftur til vinanna, ungur, þróttmikill og glæstur, sem fyrr. Þess vegna á æska og þróttur að ein- kenna kirkju hans, — hungruð sókn eftir sannleikanum, en ekki vonlaus vörn gamalla erfikenninga. Þessu næst vík ég samtalinu aS hin- um nýja söfnuði og samvinnu milli hans og þjóðkirkju landsins. — Vinsamleg samvinna er milli þjóðkirkjunnar og okkar. Og í söfnuð- inum ríkir áhugi og félagslíf. Við ef- umst ekki um framgang og beitum 232 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.