Útvarpstíðindi - 16.03.1942, Side 23

Útvarpstíðindi - 16.03.1942, Side 23
W* VV.W> »> VW »> >» * U Pl í ^^w^#»vwvwwv MARIA STUART eftir Stejan Zweig. Utg. I§afoldarprentsmiðja. Fáir erlendir höfundar hafa náð almennari og skjótari vinsældum hér á landi en Stefan Zweig, og er það að vonum. Islendingar eru sagnaþjóð og hafa yndi af öllum sögulegum fróðleik, og ekki hefur það spillt fyrir Zweig, að hjá honum fer saman söguvísindi og listræn framsetning. Nútímafólk er að mestu hætt að kippa sér upp við það, þó að fregnir um lát merkra manna ber- ist úr fjarlægu landi. Styrjaldarár eru ekki tímar tilfinningasemi; en þegar það fréttist fyrir skömmu, að Zweig hefði, ásamt konu sinni, ráð- ið sér bana, fjarri heimalandi sínu, var það harmafregn öllum íslenzkum menningarvinum. Stefan Zweig var austuriskur, en af gyðinga- ættum. I æsku orti hann og þýddi ljóð, samdi smásögur, en fékkst síðar einkum við ævisagna- ritum, og eru þeirra merkastar bækurnar um Ro- main Rolland, Joseph Fouché, Maríu Antoinettu, Erasmus Rotterdamus, Magellan og Maríu Stuart. I viðtali við Stefan Zweig, sem ég las í erlendu blaði fyrir nokkrum árum, fórust Zweig orð eitt- hvað á þessa leið: ..Bækurnar mínar eru sannarlega ekki skrif- aðar í bónorðsstíl til kaupenda. Lesi menn þess- tilraunirnar að verða margar og framboðið mik- ið. Eitt er það, sem enginn má leyfa sér, sem í útvarp talar, að koma þangað án þess að vita, hvað hann ætlar að segja. Hefja svo mál sitt á afsökunum, kvarta um tímaleysi og annríki. Menn, sem ekki hafa tíma til að gera hlutina, gera þá aldrei vel. Hafi maðurinn engan tíma til undirbúnings, þá er áreiðanlega betra að velja einhvern annan, sem hefur ráð á slíkum tíma. Það verður alltaf betra en hjá hinum ó- undirbúna, hversu mikils trausts sem hann kann að njóta. Þurfir þú að senda á marga bæi, þá er út- varpið öruggasti og fljótasti sendisveinninn. Pétur Sigurðsson. Valtýr Stefánsson rit- stjóri les á kvöldvök- unni 26. marz: Ur ferðasögu Björns Jóns- sonar um Rangárvelli 1906. ar bækur, komast þeir að raun um, að hér eru ekki valin heimsfræg nöfn, og síðan til þess að afla vinsælda, breitt yfir misfellur eða hlaupið yfir annað það, sem auganu kæmi betur að þurfa ekki að festa sig við. Hin frægu nöfn eru kann- ske frekast ttf að stað- og tíðarbinda, svo skýrar komi í ljós bakgrunnurinn — lífið sjálft“. Ég skrifa þessar línur í tilefni af nýútkominni bók, ,,Mariu Stuart“, eftir Stefan Zweig í ísl. þýðingu Magnúsar Magnússonar ritstjóra, sem einnig þýddi Mariu Antoinettu, og er útgáfa þessarar bókar með sama myndarbrag og hún Útgefandi er ísafoldarprentsmiðja. Það er óþarfi að hvetja fólk til að lesa þessa bók. /. Norður um höf, eftir Sigurgeir Einarsson er komin á markaðinn á ný. — í þessari bók eru frásagnir um allar rannsóknarferðir, sem farnar hafa verið til Norður heim- skautsins eða norður í íshafið. Vænt- anleg mun frá sama höfundi bók um ferðir til Suðurheimskautsins. Karlakór Reykjavík . ur, undír sffórn Þórdarsonar, syngur í úfvarpíd á annan f páskum. ÚTVARPSTÍÐINDI 251

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.