Útvarpstíðindi - 16.03.1942, Blaðsíða 21

Útvarpstíðindi - 16.03.1942, Blaðsíða 21
það þótti kin mesta vilÍa, að fegra mannlífið á nokkurn hátt. Bók Selmu Lagerlöf um Gösta Berling vakti því enga feikna hrifningu fyrst í stað. En þá brá svo við, að sá maður, sem mest áhrif hafði á bókmenntaskoðanir manna á Norðurlöndum, Georg Brand- es, tók til máls og sagði, að bók sænsku kennslukonunnar væri snilldarverk. Og þá urðu flestir til að segja það sama. Það leikur ævintýraljómi um þessa bók. Lesandinn fyrirgefur glæsimenn- inu, Gösta Berling, alla veikleika hans. En við nánari athugun er glæsi- mennska hans ■ lítið eitt öfgakennd. Maður, sem árum saman hafði verið ofurseldur ofdrykkju og öðrum lífs- venjum, sem henni fylgja, gat tæpast verið annar eins atgervismaður og skáldkonan vill vera láta. Sömuleiðis eru hirðmennirnir í Ekeby gæddir merkilega hressandi lífsgleði. Það er fremur ótrúlegt, að þessir ólánssömu landshornamenn hafi verið lífið og sál- in í gleðskap og mannfögnuði héraðs- ins. Og enn undarlegra er það, að þeir með Gösta Berling í fararbroddi, hafi horfið til iðjusemi og helgað sig hvers- dagslegum og nauðsynlegum störfum. Niðurstaða sögunnar er lofgerð um vinnuna og skylduræknina. Þótt margar af sögum Selmu Lager- löf geríst á íiðnum tímum, er þeim ætl- að erindi til samtíðarinnar. Það eru löngum viðfangsefni hennar, hvernig menn heyja baráttu gegn einhverju í sjálfum sér, einhverri óhamingju, sem þeim er lögð í brjóst, en vinna að lok- um sigur og gera það, sem réttlætistil- finningin krefst af þeim. Og launin bíða ekki annars lífs. Þeg- ar Ingimar Ingimarsson vinnur þá þrekraun, að sækja konu sína í hegn- ingarhúsið, gerist það, sem hann vænti sízt, að almenningsálitið tekur honum opnum örmum. Það er óhætt að segja, að Selma Lagerlöf hafi ritað tvær bækur, sem snerta beinlínis stefnur og strauma samtíðarinnar: ,,Bannfæring“ er skrif- uð í mótmælaskyni gegn styrjöldum, og skáldkonan lagði friðarstefnunni oft opinberlega liðsyrði. Hin bókin er „Kraftaverk Anti- krists“, og getur talizt gagnrýni á jafn- aðarstefnunni. Skáldkonan trúir því ekki, að réttlæti, sem ekki er byggt á kristinni trú, sé nokkuð annað en hismi og hjóm. Þegar Selma Lagerlöf varð áttræð, breytti hún Gösta Berlings sögu í leik- rit. Og nú gefst útvarpshlustendum tækifæri til að hlýða á forleik þessa leikrits í íslenzkri þýðingu. O. G. Saga Sk.agstrendinga og Skaga- manna, eftir sagnaþulinn Gísla Konráðsson, er bók, sem allir al- þýðumenn og fróðleiksfúsir menntamenn þurfa að eiga. Fæst hjá bóksölum um land allt. ÚTVARPSTÍÐINDI 249

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.