Útvarpstíðindi - 16.03.1942, Blaðsíða 12

Útvarpstíðindi - 16.03.1942, Blaðsíða 12
náði bygg lélegum þroska, en í 17 sum- ur mjög góðum. Köldu árin var upp- skeran 6 til 9 tunnur af hektara, en annars 18—30 tunnur af ha. Bygg þrífst í allflestum héruðum landsins; á Vest- fjörðum víða vel, einnig á Héraði eystra, en sérstaklega vel í Suður-Þing- eyjarsýslu. í Skagafjarðar- og Húna- vatnssýslum þrífst það einnig í meðal- sumrum. Áhuginn helzt og eftirspurn- in eftir fræi er ekki minni nú en fyrir stríð. Flestir þeir, sem við kornrækt fást, hafa til þess 500—1000 fermetra skákir. Ræktun er mest í Árnes- Rang- árvalla- og Skaftafellssýslum, — á Síð- unni er sérlega mikill áhugi fyrir korn- yrkju. Framleiðslan stefnir fram á leið, þó að vitanlega sé allt meira á frum- stigi í þessum efnum en öðrum grein- um t. d. garðrækt og grasrækt. — í Þrændalögum í Noregi er ræktað hveiti, þó að þriðja hvert ár mistakist, svo að víðar en á íslandi þarf þraut- seigju við slíka ræktun. Vanhöld á sl^epnum. Erindi Halldórs Pálssonar 26. marz fjallar um vanhöld á skepnum fyrr og síðar. Mun hann sérstaklega minnast á, hvernig draga megi úr þeim búsifj- um, sem bændur verða tíðum fyrir, — og á hvern hátt megi nota þá þekkingu, sem fyrir er um sjúkdóma og fleira það, er sumum virðist óviðráðanlegt. Halldór Pálsson hefur stundað nám í Skotlandi og Englandi og verið starfs- maður Búnaðarfélagsins rúm 4 ár. Húsbyggingar á stríhstímum. Þórir Baldvinsson húsameistari flyt- ur erindi þ. 24. marz um húsbygging- ar á stríðstímum. Hér verður þó ekki rætt sérstaklega um formið eða fyrir- komuÍagið á húsum eða húsasícipan almennt, segir Þórir. — Eg mun frek- ar víkja að efninu, sem nota má til bygginga, einkum því innlenda. Eg hygg, að með hagsýni og ráðdeild megi að nokkrum mun draga úr hinum mikla kostnaði við byggingar nú á tímum og nær þetta ekki síður til endurbygginga og viðgerða á íbúðarhúsum og bæjum. Málaflufningsskrifsfofa Pétur Magnússon. Einar B. Guðmundsson. Guðlaugur Þorláksson. Símar 3602, 3202 og 2002, Austurstræti 7. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. Söluskálínn Klapparstíg 11. ódýrasta verzlun landsins — býður ykkur beztu kaupin. Seijum: tvísetta klæðaskápa, dívana og ottómana af öllum stærðum, allskonar borð, djúpa stóla, gúmmískófatnaö, ódýran karlmannafatnað og margt fleira. Sent gegn póstkröfu um land allt. SöXuskáflínn Klapparstíg 11. Sími 5605. 240 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.