Útvarpstíðindi - 16.03.1942, Blaðsíða 27

Útvarpstíðindi - 16.03.1942, Blaðsíða 27
þingfréttir eru lesnar á um þingtímann, og hafa harmóníkulög jafnan fallið niður þann tíma er þing situr — — — Fyrir 2—3 árum voru oft leikin í útvarp — af plötum — göngulög, lúðra- sveitarlög, lög leikin á gítar og mandólín, o. s. frv. en — heimur versnandi fer — þetta heyr-. ist ekki lengur. Útvarpið þarf að flytja létta' músík, jafnhliða æðri tónlist, annars verður dag- skráin allt of strembin og þrautleiðinleg fyrir mikinn fjölda fólks. — Þó maður vilji bæta úr deyfðinni, sem er yfir dagskránni með því að hlusta á danslögin, þá tekur ekki betra við. Aldrei hafa þau verið leið- inlegri en nú. Er meginhluti þeirra hávært jazz- garg með enskum textum, og má tilviljun heita ef gott lag heyrist inn á milli. Af hverju eru ekki leikin með eldri danslög, sem undantekn- ingarlaust eru betri? Hversvegna að útvarpa nær eingöngu þessum déskotans járnplötuskellum og skruðningum, sem einu nafni heita jazz? — Þátturinn ,,Takið undir“ hefur orðið einkar vinsæll. — Hvergi hef ég orðið var við að fólk tæki undir. Landeyjum G. G. Uriga fólkið og danslögin. Þegar ég las síðasta hefti Utvarpstíðinda, datt mér í hug að skrifa ykkur nokkrar línur út af danslögunum. Eg er ekki beinlínis danskarl, og ekki heldur ófeiminn sveitapiltur, en allt um það vildi ég gjarnan fá að leggja orð í belg, þeg- ar um danslagaflutning útvarpsins er rætt. Þó að ófeiminn sveitapiltur eigi heimtingu á, . að hans óskum sé sinnt, þá eiga hinir, menn eins og ég, það áreiðanlega líka. En það er nú svo með mig, að mér þykir lítið gaman að ,,nikk- unni“, enn síður að fiðlusónötum og tangóum. Eg er jazzisti. Það ber ekki að skilja svo, að mér þyki gaman að ,,Andrews sisters** og öðru álíka gauli, en það er nú yfirleitt álitið jazz af eldri mönnum og, líklega, Bjarna Böðvarssyni. Þó að gott sé að hafa ..Andrews sisters“ og tangóa inn á milli í danslögum, handa þeim, sem það vilja, þá er það áreiðanlegt, að meginþorr- inn af þeim, sem á annað borð hlusta á dans- lögin, vilja annað hvort góðan ,,Swing“ eða jazz. En samt, hinn ófeimni sveitapiltur fær mjög oft löngun sinni svalað á meðan við hinir fáum ef til vill ekki eitt einasta lag allt kvöldið, sem okkur líkar. Hvernig væri að taka það upp eftir Bretum og Bandaríkjamönnum, að láta vissar hljómsveitir spila í hvert skipti, eftir því sem plötueignin leyfði? Að lokum vil ég benda útvarpinu á, hvað ég, og flestir aðrir skólapiltar vilja. Það eru plötur spilaðar af Duke Ellington, Lionel Hampton, Luis Armstrong, Count Basie, Benny Goodman, Teddy Wilson t. d., og ég vona, að næstu dans- lagakvöld útvarpsins beri meiri svip af þeim en verið hefur. Að öðru leyti vildi ég gjarnan þakka Ut- varpstíðindum marga skemmtun, sem þau hafa veitt mér í dálkum sínum. Sk.ólapiltur í Reykjavík• Rödd að vestan. Síðastliðinn vetur komu fram tveir dagskrár- liðir, sem báðir voru vinsælir og mikil framför var að, liðirnir: Takið undir og Séð og heyrt. Nú í vetur hafa þessir liðir ekki verið jafn oft og áður, hinn síðarnefndi jafnvel örsjaldan, vænti ég þess að úr þessu verði bætt, annars er um mikla afturför að ræða. Það hefur verið lítið um leikrit nú undanfar- ið, og hafa verið birtar ástæður fyrir því, er að vonum erfitt að flytja ný leikrit vikulega ár eftir ár. Nú hefur verið bætt úr þessu með því að flytja leikrit, sem áður hafa heyrzt í útvarpinu, finnst mér ekkert að því, ef valið er það bezta. En ég minnist þess, að á tímabili flutti útvarpið nær eingöngu leikrit, sem leiddu fram á sjónar- sviðið persónur, sem í ástamálum höfðu þá sögu að segja, að ,,eftir örstuttan leik, var hver blómkróna bleik og hver bikarinn tæmdur í grunn“, og eitt sinn var jafnvel svo langt farið, að velsæmi manna var fullboðið. Góð leikrit eru eitt af því bezta, sem útvarpið flytur, og vel líkaði mér, þegar skipt var þannig, að annað leikritið var alvarlegs efnis, en hitt gamanleikur. Leikrit njóta sín bezt úr útvarpssal, lakar af leiksviði. Þar er þeim spillt af áheyr- endum. Það er óviðkunnanlegt, þegar viðkvæm atriði leiksins heyrast ekki fyrir hlátri áhorfenda. Frá mínu þröngsýna sjónarmiði er slíkt hin frekasta smekkleysa. Utvarpið er þannig sett, að það nær til ná- lega allra landsmanna, og hefur því víðtækari og meiri áhrif en nokkur annar aðili, hvað mál- vöndun snertir. Er það því þýðingarmikið, en þarf jafnframt að vera betur til þeirrar mál- ÚTVARPSTÍÐINDI 255

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.