Útvarpstíðindi - 16.03.1942, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 16.03.1942, Blaðsíða 14
Frú Anna Friðriksson er fædd í Kaupmanna- höfn, en er af józkum bænda og embættismanna- ættum. Faðir hennar var kaupmaður, og hlaut hún verzlunarmenntun. Hún kom til Islands 12. marz 1915 með manni sínum Ólafi Friðrikssyni ritstjóra. Arið eftir setti hún á stofn Hljóðfæra- hús Reykjavíkur, sem var fyrsta verzlun í þeirri grein hér á landi, og hefur hún rekið hana síðan af miklum dugnaði. Frú Friðriksson mun lesa upp kvæði eftir danska skáldið Jcppa Aakjær. nafni og stefnuskrá Kvenréttindafé- lagsins og gera það aS venjulegu mann- réttindafélagi ? Eru íslenzkar konur ekki fyrir löngu búnar aS ná fullkomnu jafnrétti viS karlmenn og kannske rúm- lega þaS ? — Kvenréttindafélag íslands hefur nóg verkefni, þaS hefur aS vísu mikiS unnizt á, en okkur veitir sannarlega ekki af því aS standa á verSi gegn því aS viS missum aftur sumt af því þýSingarmesta, sem margra ára bar- átta hefur fært okkur. Og hvaS jafn- réttinu viSvíkur, þá er langt frá því, aS þaS sé orSiS aS veruleika. ViS höfum t. d. aldrei náS atvinnulegu jafnrétti, nema þá hvaS viSvíkur kennslumálum, aS því leyti, aS konur fá nú sömu laun í kennarastétt og karlar, en víSast hvar er þaS svo, aS konur fá mun lægri Færeyska konan frú Herborg á Heygum er gift Magnúsi Sigurðssyni lögregluþjóni. Hún hefur dvalið átta ár samfleytt á Islandi, en kom hingað fyrst 1930. Hún er frá Vestmannahöfn á Straumey. Frú Herborg kveðst una sér vel hér á landi, hún er heldur ekki óvön ferðalögum, hefur dvalið í Danmörku og Svíþjóð. Frú Her- borg les að líkindum eitthvað úr bókmenntum þjóðar sinnar á frummálinu. laun fyrir sömu störf og karlar. Og nú virSist vera aS rísa upp ný alda and- stæS kvenréttindum. Eg á þar m. a. viS þær raddir, sem heyrzt hafa, og hníga í þá átt, aS gera skuli greinar- mun á konum og körlum um aSgang aS menntastofnun'um landsins, t. d. Menntaskólanum. ViS viljum sömu undirstöSumenntun fyrir karla og kon- ur. Og þaS væri hreint ekki úr vegi aS útvarpiS efndi til umræSukvölds um þessi efni, svo aS konum gæfist kost- ur á aS leiSa saman hesta sína og skýra afstöSu sína til þessa máls, sem nú virSist vera aS komast á dagskrá. Þeir skólar, sem eru sérstaklega ætlaSir konum, eiga aS vera hliSstæSir iSn- skólum og bændaskólum karlmann- anna, en allir þeir skólar, sem veita al- menna menntun, eiga aS vera sam- skólar pilta og stúlkna. Og mér er ó- hætt aS fullvissa lesendur UtvarpstíS- inda um þaS, aS þaS skal verSa háS 242 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.