Útvarpstíðindi - 16.03.1942, Side 15
Ulricka Aminoff mun vera eina finnska konan
hér á landi. Hún er gift Ingimundi Stefánssyni
barnakennara, fluttist til Islands árið 1937. Hún
er uppalin í Austur-Kareliu, en hefur annars
víða farið. Hún hefur lært íslenzku ótrúlega
fljótt og vel. Myndin, sem hér fylgir, er af
frúnni mjög ungri, en nýrri mynd var ekki til.
hörð barátta, áður en því verður breytt,
orðalaust látum við konur ekki hlut
okkar í þessum efnum.
— En fer nú ekki alltaf bezt á því
að konan sé kona ? spyr ég, eins hlut-
leysis- og blaðamannslegur á svipinn
og mér er unnt.
— Það verður aldrei komið í veg fyr-
ir það, að konan sé ekki fyrst og fremst
kona, hvernig sem farið væri að. En
hún á ekki að vera nein brúða á heim-
ilinu, enda geta fæstir íslenzkir heim-
ilisfeður veitt sér þann munað. íslenzka
konan hefur ævinlega hjálpað manni
sínum í lífsbaráttunni, jafnt innan
veggja heimilisins sem utan þeirra —
sveitakonan jafnt sem sjómannskonan,
þær hafa sinnt búskapnum og verkað
fiskinn, og er það þá nokkuð undar-
legt, þó að kona skrifstofumannsins
vinni einnig á skrifstofu eða millistétt-
ar konan vinni utan heimilisins eins og
maðurinn, eftir því sem hæfileikar
hennar, kunnátta og tími leyfir. Allur
Frú Teresia Guðmundsson er fædd í Lundi í
Dölum í Noregi, og er veðurfræðingur að mennt-
un. Hún er gift Barða Guðmundssyni þjóðskjala-
verði. Fluttist hún hingað til lands árið 1929, og
hefur síðan starfað á Veðurstofu Islands, las hún
stundum veðurfréttir, á meðan þær voru fluttar.
Auk þess hefur hún nokkrum sinnum flutt er-
indi í útvarpið, og heyrist vart á mæli hennar,
að hún sé ekki borin og barnfædd á Islandi.
þorri launastéttanna á við þröng kjör
að búa, svo það veitir hreint ekkert af
því, að bæði hjónin vinni heimilinu.
Þetta tal um , ,heimilisbrúðuna“ er af
erlendum toga spunnið, hugtak fengið
að láni frá þeim þjóðum, sem eiga sér
fjölmennari yfirstétt en við íslending-
ar. Iðjuleysiskvenfólk er sjaldgæft hér
á landi.
Að hinu leytinu virðist mér að allt
færist í það horf hér á landi, að hvert
heimili verði að vera sjálfu sér nóg að
sem mestu leyti. Er því helzt ástæða til
að áminna eiginmenn, syni og bræð-
ur, um að standa við hlið húsmæðr-
anna og létta þeim heimilisstörfin.
Mun bezt fara á því, að bæði kynin
hjálpist að í lífsbaráttunni allri.
— Ekki er nú laust við að sumum
virðist sumar konur misnota sér hjálp-
semi. karlmannanna og kröfur þeirra
Frh. á síðu 246
ÚTVARPSTÍÐINDI
243