Útvarpstíðindi - 16.03.1942, Blaðsíða 16

Útvarpstíðindi - 16.03.1942, Blaðsíða 16
Páll ísóljsson. Um hljómlist Nýlega komu út í ,,Tónlistarútgáfu Vík- ingsprent8“ lög Páls Isólfssonar úr ,,Gullna hliðinu“: ,,Sálmur“, ..Hrosshár í strengjum“, ,,Blítt er undir björkunum“ og ,,Máríuvers“. Lögin eru öll með þjóðlegum blœ og eiga efalaust eftir að ná mikilli hylli eins og fyrri lög Páls. Það er þegar búið að kynna þessi lög í útvarpinu. Það gerði ungfrú Kristín Einarsdóttir með söng sín- um fyrir skömmu síðan. I þessum lögum er áberandi hinn næmi smekkur Páls á stíl og hljóma. Lagið ,,Máríuvers“ er sérstaklega fallegt og fín- gert lag. Heftið er hið snotrasta að ytra frágangi, pappír og prentun góð. Helgistej heitir nýútkomið sönglagahefti eftir Jónas Tóma8son söngstjóra á ísafirði. I hefti þessu eru tólf lög við sálma eftir ýmsa höfunda. Lögin eru öll í einföldum raddsetningum og vel aðgengileg almenn- ingi, bæði til söngs og leiks. Á nokkrum stöðum er raddsetningin óheppileg og lögin nr. 1 og 7 eru með tvennskonar takt- skiftingu, sem virðist óþörf. Mörg lög í hefti þessu eru snotur og má þar sérstak- Sálmur úr DavíS Stefánsson -? hliðinu“ Páll ísólfsson Aftur m\in verda a þeim kleckt, sem oforbetradur deyr i Sekt, laug og stal edur lasvijs soor, lijka so þeim, er drijgdi Hoor. Allir, sem jardneskt gyrnast Glis gista i Logum Helvijtis. Ydrast, mijn Saal, fyrir utan Spie, akalla þann, sem doo a Trie. Akalla Gud og allt Hans Lid, þa upplijkst þier hid Gullna Hlid, huar eilijf Sæla er þier vijs med Einglum GUDS i Paradijs. Jónas Tómasson. lega nefna lagið nr. 8, „Drottinn vakir við texta Sig. Kr. Péturssonar. Heftið er fjölritað og frágangur þess er yfirleitt góður. Prentstofan Isrún á Isafirði gaf út. Kjartan Sigurjónsson Jrá Vík söng mánudagskvöldið 9. þ. m. þessi lög: ..Marna mia“ eftir Nutile, „Vögguvísu" eftir Sadero, „Serenata" eftir Toselli, lag eftir Paisiello, öll ítölsk, og að lokum lagið „Þögul sem nótt“ eftir Carl Bohm. Kjartan Hefur háa tenórrödd og að vissu leyti mjög fallega, en kokhljóð lýt- ir hana til muna. Röddina skortir nokkuð á dýpt, en að öðru leyti er hún vel þjálf- uð. Æskilegri væri skarpari munur á veikum og sterkum söng, (betri dyna- mik). Kjartan gerði viðfangsefnum sínum góð skil, þó sérstaklega síðasta laginu. Það var fallega sungið. Framburður var góður, svo og undir- leikur. — Það er mjög bagalegt að hér á landi skuli ekki vera völ á fullkominni söng- kennslu. Hjá mörgum virðist líka vanta skilning á því óhemjumikla starfi, sem liggur að baki góðum söng. P. K. P. 244 ÚTVARPSTÍÐINDI ÚTVARPSTÍÐINDl 245

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.