Útvarpstíðindi - 16.03.1942, Blaðsíða 22

Útvarpstíðindi - 16.03.1942, Blaðsíða 22
Pétur SigurSsson: Pistill m útvarpið Utvarpið er eins og heimurinn. Þetta er ekki niðrandi, því að heimurinn er eins og hann er notaður. Menn hafa reynt að skilgreina heim- inn, en æfinlega komizt í þrot. Stundum finnst mönnum heimurinn vondur, vera spilltur og fara þó versnandi. Oðrum þykir hann fögur veröld, er þroskast á ,,guðsríkisbraut“. Ekki þarf nú mikið til, að þetta tilfinningatíðarfar manna breytist frá einni fjarstæðu til annarrar. Þar þarf ekki nema kvenmannsangi að vera í spil- inu. Ef ungi maðurinn á ást hennar, og er sjálfur bálskotinn, þá finnst honum heimurinn dásamlegur. En ef hún segir honum upp, þá sér hann hvorki sól, tungl né stjörnur, ekkert nema myrkur og svikula veröld á vegum fjand- ans. Þannig er það með útvarpið. Ekki þarf miklu að muna til þess að mönnum finnist það ágætt eða ómögulegt. Heimurinn er margþættur og marglitur. Hann hryggir og gleður, veitir nautn og sælu og býr mönnum kvalir. Eitthvað svipað er um útvarpið. Samt held ég, að það kvelji nú engan, en það er fjölþætt og yfirgripsmikið og erfitt að skilgreina. Það er ekki hægt að vera án þess fremur en að lifa í heim- inum. Ekki hægt að vera ánægður með það að öllu leyti, fremur en heiminn, og ekki heldur alveg óánægður. Sennilega vildu allir, hver út af fyrir sig, hafa það eitthvað ofurlítið öðruvísi, en — hvernig? Til dæmis er ég viss um, að þeir eru til, og ef til vill fleiri en mig grunar, sem hjartans- fegnir vildu, að ég talaði aldrei í útvarpið. Eins er um mig. Ég vildi gjarnan vera laus við sumt, sem útvarpið flytur, en einhverjum er það þó sennilega fengur. Til hlýtar get ég ekki dæmt um útvarpið, því að ég get ekki hlustað á það nema stöku sinnum. En fljótt lærðist mér einnig að stytta hlustunarskrá mína. Því miður verð ég að segja það, að leikritin voru eitt hið fyrsta, sem ég strikaði alveg út, og fyrir bragðið hef ég misst af nokkrum sæmilegum, eða jafnvel góðum. — Sömuleiðis hef ég strikað út að mestu leyti út- varpssögurnar. Að mínum dómi hafa sumar þeirra verið andstyggilegar, eða að minnsta kosti þeir kaflarnir, sem ég hef fcrvitnast Annars er ég illa fallinn til þess að dæma um skáldsögur, því að mér semur illa við þær yrir- leitt. Eg er sjaldan heima í minni veröld á m,eð- an ég les skáldsögu, og kann því oftast illa við mig. Ég sætti mig betur við sumt af gamni útvarps- ins, þótt stundum sé fyndnin lítið fyndin. En það er auðveldara að gleypa ,,brandara“ en að búa þá til. Það viðurkenni ég. Illt er það, að stundum skuli framburðurinn fæla mann frá að hlusta á efnisgott og fræðandi erindi til enda. Þetta kemur þó nokkrum sinnum fyrir. Jafnvel fræðimönnum hættir til að bjóða upp á stakkató framburð — eins konar þras- fundaframburð. Það er annars merkilegt, að ræðumenn skuli ekki geta vanið sig á að nota sinn daglega talsmáta, er'þeir flytja ræður eða erindi, en setja upp einhvern spariframburð, sem oftast er mjög óviðkunnanlegur. Einkennilegt er líka að heyra menn, sem tala næstum daglega* eða daglega í útvarpið, bera fram íslenzk orð a erlenda vísu. Til dæmis: ,,ófóanlegt“, ,,sam- fleytt“, ,,ágœtt, og fl. þessu líkt. Þá er það hinn ,,lærði“ kvæðaupplestur. Hann bragðast okkur leikmönnum misjafnlega. Eitt sinn hlustaði ég á mann lesa kvæði í útvarpið, sem v«íitti mér sanna nautn. Ég hefði borgað fyr- ir að heyrd bað endurtekið. En svo sigldi mað- -urinn og ,,lærði“ að lesa upp, og ,,þar með var draumurinn búinn“. — Ekkert gaman að hlusta á hann síðan. En sjálfsagi hef ég ekki vit a þessu, en það segir hver fyrir sig. Af hinum nýrri mönnum útvarpsins kann ég mæta vel við Axel Thorsteinsson. Framburður hans er látlaus og þægilegur, og erindi ham skýr og fróðleg. Það í*r svo sem ekki hættulegt að setja ofur- lítið út á útvarpið, því að hrós þess er mikið. Það hefur fengið ein kröftug meðmæli, sem nægja í eitt skipti fyrir öll: Þjóðin hlustar. Hvað sem menn annars segja um útvarpið, sækjast menn eftir því, vilja ekki án þess vera, og ó- trúlega margir hlusta á útvarpið. Tækifæri þess eru mikil og ábyrgð þess auðvitað að sama skapi, en smátt og smátt mun útvarpið komast að raun um, hvað vinsælast verður hjá þjóðinni og hollast menningu hennar, og það mun svo halda velli, en til þess að full reynd fáist ° þessu og sanngirnin komist allstaðar að, hljóta 250 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.