Útvarpstíðindi - 16.03.1942, Blaðsíða 28
vöndunar vandað en á nokkrum öðrum stað.
Ekki verður á það borið, það sem ég eigna sum-
um ritdómurum. Útvarpið breiðir ,,kapalskæni“
hlutleysisins fyrir hvert sitt skráargat og hverja
rifu, svo flokkspólitíkin hefur engin ráð til að
komast þangað inn, jafnvel þó hún breytti sér
í líki hinnar minnstu flugu. Ekki verða menn út-
varpsins heldur sakaðir um að ráðast á sérstaka
menn. En samt er það svo, að við, hinir ólærðu,
hljótum að andmæla sumu, er þeir góðu og
margfróðu menn bera fram og ekki verður því
neitað, að ekki ber málvöndunarmönnum út-
varpsins algerlega saman.
Helgi Hjörvar, hinn mæti og málsnjalli maður,
flutti í haust erindi um þessi mál, og minntist
þar á, að rangt sé að segja: „menn og konur“,
lét hann þá skoðun í ljósi, að orðið maður næði
jafnt yfir karl og konu, og að mér skildist ætti
ekki að notast í annarri merkingu.
Það eru ærið mörg orð, sem notuð eru í mis-
jöfnum merkingum, og er orðið maður eitt af
þeim. Mér virðist það vera notað í fjórum merk-
ingum, og ég hef aldrei orðið þess var, að það
valdi nokkrum misskilningi, mundi það vafasöm
málbót, þó farið yrði að nota það eingöngu
eins og Hjörvar ætlast til. Þetta er heldur ekki
ný upptekið, og ekki hefur heyrzt að því fundið
fyrr en nú.
Það er alllangt síðan út kom bókin ,,Maður
og kona“, og aldrei hefur verið fundið að nafn-
inu sem málleysu. Síðan Hjörvar minntist á
þetta, hafa margir komið fram í útvarpinu, sem
hafa viðhaft þessi orð og nú síðast um jólin,
tveir sama kvöldið, og var annar þeirra einn af
beztu mönnum útvarpsins, Vilhjálmur Þ. Gísla-
son, sem flestir álíta málfæran mann, sem frek-
ar megi taka til fyrirmyndar en viðvörunar.
Eg segi þetta ekki til að áfellast Hjörvar, sem
oft hefur gefið mér góðar bendingar, en af því
ég gct ekki fallizt á þetta, drep ég á það.
Kr. G. Þorvaldsson.
Dalbæ í Flóa, 10. 3. ’42.
Kæru Utvarpstíðindi!
Má ég biðja þig fyrir örfáar línur.
Kvöldvaka Reykjavíkurkvennanna var hin á-
nægjulegasta og öllum þeim konum, sem að
henni stóðu til hins mesta sóma.
Hugsunarháttur sá, er ko,m fram í ávarpi bisk-
upsfrúarinnar og ræðu frú Sigríðar Eiríksdóttur,
færi betur að væri almennur meðal íslenzkra
kvenna. Væri svo, þyrftum við ekkert að óttast
um það bezta, sem þjóðin á í styrjaldarmold-
viðrinu. Því yrði öllu bjargað. Þökk sé bæði
skáldkonunum og söngkonunum fyrir ánægju-
stundina. Mér hlýnaði um hjartarætur, þegar ég
heyrði í frú Theódóru Thoroddsen. Mér hefur
alltaf fundist sú kona, í bundnu og óbundnu
máli, vera eins og góður náttúrufræðingur, sem
er ekki alltaf að horfa á fjöllin, heldur leitar að
fegurðinni í klettaskorum og milli þúfna, og sjá:
hún er furðu fundvís. Þökk sé þeim öllum fyrir
komuna í útvarpið, þær hafa aukið að mun
hróður íslenzkra kvenna og vel sé þeim fyrir
það. Eg hlakka til næstu kvöldvöku kvenna,
sem útvarpið var að lofa hlustendum.
Gu&laug Narfadóttir.
Um dagskrána.
Eg vildi biðja Utvarpstíðindi að beita sér fyrir
því við útvarpsráð, að dagskrá næstu viku yrði
tvílesin og þá í annað skipti með síðari frétt-
um, einhvern vissan dag vikunnar. Alveg sér-
staklcga kæmi sér þetta vel yfir aðalannatímann,
vor og sumar.
Þá láta margir sér nægja síðari fréttir, nema
Rafgeymavinnuatofa vor í
Lœtyargötu 10 B
annaat hleðarlu og viðgerðir
á víðtœkjarafgeymum.
VIÐTÆKJA VERZLUN
RÍKISINS
256
ÚTVARPSTÍÐINDI