Útvarpstíðindi - 16.03.1942, Blaðsíða 25

Útvarpstíðindi - 16.03.1942, Blaðsíða 25
gamla konan og leit yfir verkið, hældi unglingnum fyrir iðnina, og sagði: ,,Nú kemur þriðja skyldustarfið. Ur viði þeim, sem þú hefur feldan, skaltu byggja mér hús með sjö herbergjum, og þegar því erfiði þínu er lokið, get- urðu fengið bikar fylltan óminnis- drykknum, og mátt fara hvert sem þú vilt“. Svo gerðist Heinz trésmiður og með öxi og sög byggði hann ágætis hús. Honum vannst verkið seint í fyrstu, þar sem hann var aleinn, en honum var það samt ekki ógeðfelt, laufgaður skógurinn var yndi hans, og hann mundi hafa verið ásáttur með að eiga ævinlega heima í nánd við gömlu kon- una. í rauninni hugsaði hann þó stund um um hinar fyrri sorgir sínar, en ein- ungis eins og sá, sem hefur dreymt illa drauma og verður glaður að vakna frá þeim að morgni. Á hverju kveldi kom dóttir skógarkonunnar út til hans, og þau sungu saman, stundum glaðværa veiðisöngva, stundum skilnaðarsöngva um óendurgoldna ást og unaðsljúfa samfundi. Þannig liðu sjö mánuðir. Þá var smíðinu lokið og húsið fullgert, allt frá þrepskildi og upp á mæniborð, Heinz hafði komið ungu furutré fyrir við gafl- inn og mærin fléttað sveigi úr furutág- um með rauðum fjallasks-berjum, og skreytt veggina með þeim. Gamla kon- an kom út á hækjum sínum, með kött- inn sitjandi á herðum sér, og leit yfir hið fullendaða smíði. Hún var mjög alvarleg, og í hendi sinni bar hún út- skorinn bikar úr viði, fylltan óminnis- drykkinum. ,,Þú hefur unnið hin þrjú skyldu- störf, sem ég lagði fyrir þig“, sagði hún, ,,og nú færðu launin. Tak við þessum bikar, og þegar þú hefur teyg- að hinn síðasta dropa hans, þá hverf- ur hið umliðna úr minni þér“. Skógarbúinn var á báðum áttum, þegar hann rétti höndina eftir bikarn- um. „Drekktu og gleymdu öllu“, mælti gamla konan. „Öllu?“ ,,Já, öllu, — þínum fyrri sorgum, sjálfri mér, og —“ ,,Og mér líka“, sagði mærin yndis- lega og tók hendina fyrir augun til að hylja tárin, sem brutust út. Þá greip ungmennið bikarinn, kast- aði honum af alefli til jarðar svo ó- minnisdrykkurinn féll í glitrandi drop- um ofan yfir grasið, og hann hrópaði: ,,Eg vil dvelja hjá þér, móðir!“ Og áður en hann gat gjört sér grein fyrir því hvað skeð hafði, hvíldi mær- in við brjóst hans og brosti gegnum tárin. Léttur þytur heyrðist frá trján- um og kornstangirnar hneigðu höfuð fyrir andvaranum. Fuglarnir sungu og grái kötturinn gömlu konunnar gekk malandi hringinn í kring um hina hamingjusömu elskendur. Nú gæti ég án mikillar fyrirhafnar breytt gömlu konunni í ljómandi fagra álfkonu, dóttur hennar í konungsdótt- ur og hinu nýbyggða húsi í skrautlega höll, en við skulum heldur vera sann- sögul og láta allt vera eins og það var. En eitt furðuverk skeði þó í raun og veru. Allstaðar þar sem dropi af ó- minnisdrykknum féll til jarðar, spratt upp svo lítið blóm með himinbláum augum. — Síðan hefur blómið breiðst út yfir allt landið, en fyrir þá, sem þekkja ekki nafnið á því, var saga þessi ekki rituð. Þ. Þ. Þ. þýddi. ÚTVARPSTÍÐINDI 253

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.