Útvarpstíðindi - 16.03.1942, Blaðsíða 18

Útvarpstíðindi - 16.03.1942, Blaðsíða 18
Frú Estrid Falberg-Brekkan er fædd í Gauta- borg í Svíþjóð. Hún var um 1 I ára skeið kenn- ari við barnaskóla og framhaldsskóla*. — 1928 fluttist hún til Islands með manni sínum, Friðrik A. Brekkan rithöfundi. Hún lagði ekki kennslu- störfin á hilluna, þegar til íslands kom, hún hefur á þessum árum kennt milli 500—600 Is- lendingum sænsku, og til slíks þarf, eins og skiljanlegt er, ekki síður íslenzkukunnáttu en sænsku. Frú Brekkan hefur og nokkuð fengizt við rit- störf, og ritar að staðaldri í sænsk bókmennta- tímarit og blöð. Eitt leikrit eftir hana hefur verið flutt í íslenzka útvarpið. keyra fram úr hófi. Þess munu dæmi, að ungar reykvískar húsfreyjur, sem heima sitja, álíti það vera sjáhsagðan hlut, að menn þeirra hlaupi niður í kjallára eftir harðfiski, út í skúr eftir blóðmörskeppi og út í mjólkurbúð áð- ur en lokað verði, þegar þeir koma heim rétt fyrir sjö og eru kannske stundum þreyttir af erfiði dagsins. — Konur, sem þannig breyta eru undantekningar, Kvenréttindi og sann- ar kvenréttindakonur ala ekki upp iðjuleysishneigð í neinni konu, heldur hið gagnstæða, starfsgleði og vinnu- semi, og nú fer ég að hella upp á könn- una. J. ú. V. Friðrik A. Jórtsson : Sparið rsfhEöð /rnar Allir þeir, sem eiga rafhlöðuviðtæki, kannast vel við rafhlöðuna, hún er ennþá alveg nauðsyn- leg, ef eitthvað á að heyrast. Rafhlaðan tók fljót- Iega ákveðna afstöðu til stríðsins, hún hækkaði verulega í verði og lífdögunum fækkaði. Vit- andi, að þetta tvennt er veruleiki, mun það vera allra áhugamál að nýta hana að fullu, en sú nýt- ing næst aðeins með því að sá, sem með rafhlöð- una fer, sé að fullu kunnur hæfileikum hennar til starfa í sambandi við sitt eigið viðtæki. Viðtækjarafhlaðan er byggð upp af mörgum minni rafhlöðum, sem hver um sig hefur spenn- una 1.5 volt. 150 volta rafhlaða samanstendur því af 100 slíkum rafhlöðum, sem tengdar eru á þann hátt að plús-póllinn frá þeirri fyrstu teng- ist; á mínus þeirrar næstu og svo áfram. Þér horfið á rafhlöðuna hjá tækinu og sjáið hin mörgu úttök. Þarna er merkt -f- næst 3. 4.5. 6. 7.5. 9. 10.5. 12. 15. 30. 42. 66. 78. 102. 114. 138. 150. Talið eftir því að fyrst til að byrja með er spennumunurinn aðeins \/> volt eða með öðr- um orðum ein lítil rafhlaða, sem er 1 /2 volt. Það sem veldur því að þessu er þannig fyrir- komið með byrjun rafhlöðunnar, er vegna þess að öll eldri viðtæki hafa einn eða fleiri þræði, sem tilheyra stýrigrind lampanna í viðtækinu, og hafa mismunandi mínus-spennur eftir lampa- tegundum. Þessar mínus-spennur, og einkanlega sú, sem hæst er merkt á hverju viðtæki, hafa 246 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.