Bankablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 33
BANKABLAÐIÐ
o
Bjarni Jónsson, frá U nnarholti, R. af F.
Ekki þurfa menn langt að leita til
þess að gera sér ljóst, hve samferða-
mennirnir eru gagnólíkir, ekki aðeins
að ytra útliti heldur einnig, og reyndar
öllu fremur, um lyndiseinkunn og lífs-
stefnu. Fyrir þetta verður manni mis-
hlýtt til annara og oft í svo ríkum mæli,
að það eitt, að muna suma þeirra, næg-
ir til að koma manni í illt skap, ef manni
verður þá ekki einnig á, að óska þeim
norður og niður.
Örugt ráð, til þess að gleyma slíkum
mönnum um stund, er það að beina
huganum til þeirra manna, sem vekja
tilfinningar slíkar, að manni hlýnar um
hjartarætur í hvert sinn, sem manni
verður til þeirra hugsað, eða á því láni
að fagna, að vera þeim samvista. Einn
af þessum mönnum er Bjarni Jónsson.
Það er bráðum liðinn mannsaldur síð-
an ég sá hann í fyrsta sinn. Hann var
þá útibússtjóri á Akureyri, en staddur
hér í aðalbankanum. Ég var að vinna
í afgreiðslunni, kemur þá Jens sálugi
Waage til mín ásamt ókunnum manni
bendir á mig og segir: Hér er nýr mað-
ur, sem þú þekkir ekki Bjarni. Þetta er
nú.......og hér er kominn útibússtjór-
inn ckkar á Akureyri. Þessu fylgdi svo
hlýlegt handtak og viðmót, sem allir
kunningjar Bjarna þekkja svo vel, en
þótt ég gæti ekki svarað öllum spurn-
ingum sem hann lagði fyrir mig, varð-
andi ætt mína og uppruna, fanst mér
að við værum þá þegar orðnir vinir.
Árin líða fljótt. Ýmiskonar breyting-
ar og tönn tímans hafa markað okkar
báða. Og örlögin hafa hagað því svo til,
að Bjarni er ekki lengur norður á
Akureyri, hann starfar nú hér í aðal-
bankanum. En hvað sem öllum breyting-
um líður er viðmótið óbreytt, og nánari
viðkynning hefir aukið mjög á traust
mitt og vináttu til hans. En ekki höfð-
um við starfað lengi saman þegar ég
komst að því að hann er ekki allur þar
sem hann er séður. Mér var að vísu
kunnugt, að útibúið hafði hann rekið af
skynsamlegri varfærni og að starfsfer-
ill hans þar var í alla staði til fyrir-
myndar. Hins vegar vissi ég ekki, að
hann er skáldmæltur svo af ber, og
ágætlega fróður um ættir og sögu ís-
lendinga, en vegna þess að ættfræðin er
honum sérstaklega hugleikið viðfangs-
efni spyr hann menn gjarnan spjörun-
um úr.
Þó Bjarni sé óþarflega spar á að tala
um sjálfan sig, veit ég að hann hefir
séð og lifað margt, allt frá því hann
var smaladrengur hjá foreldrum sínum
í Unnarholti. Viðkomustaðirnir hafa
lika verið margir. Hann hefir stundað
sjóróðra á Eyrarbakka, verið á Lærða-
skólanum í Reykjavík. Hann er cand.
juris frá Kaupmannahafnarháskóla ár-
ið 1906. Samhliða náminu í Höfn stai'f-
aði hann í íslenzku stjórnardeildinni og
hjá Berlinske Tidende, þá dvaldi hann
um tíma suður á Ítalíu, og starfaði þar
hjá Wm. Fiske.
í utanförinni kyntist hann ýmsum
mönnum, sem síðar urðu nafnkenndir,
meðal þeirra var íslandsvinurinn Svend
Poulsen. Skeði viðkynning þeirra með
sérstæðum hætti eða þannig að Poulsen,
sem var að lesa undir lagapróf, þóttist
myndi geta vaknað fyr á morgnana og