Bankablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 33

Bankablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 33
BANKABLAÐIÐ o Bjarni Jónsson, frá U nnarholti, R. af F. Ekki þurfa menn langt að leita til þess að gera sér ljóst, hve samferða- mennirnir eru gagnólíkir, ekki aðeins að ytra útliti heldur einnig, og reyndar öllu fremur, um lyndiseinkunn og lífs- stefnu. Fyrir þetta verður manni mis- hlýtt til annara og oft í svo ríkum mæli, að það eitt, að muna suma þeirra, næg- ir til að koma manni í illt skap, ef manni verður þá ekki einnig á, að óska þeim norður og niður. Örugt ráð, til þess að gleyma slíkum mönnum um stund, er það að beina huganum til þeirra manna, sem vekja tilfinningar slíkar, að manni hlýnar um hjartarætur í hvert sinn, sem manni verður til þeirra hugsað, eða á því láni að fagna, að vera þeim samvista. Einn af þessum mönnum er Bjarni Jónsson. Það er bráðum liðinn mannsaldur síð- an ég sá hann í fyrsta sinn. Hann var þá útibússtjóri á Akureyri, en staddur hér í aðalbankanum. Ég var að vinna í afgreiðslunni, kemur þá Jens sálugi Waage til mín ásamt ókunnum manni bendir á mig og segir: Hér er nýr mað- ur, sem þú þekkir ekki Bjarni. Þetta er nú.......og hér er kominn útibússtjór- inn ckkar á Akureyri. Þessu fylgdi svo hlýlegt handtak og viðmót, sem allir kunningjar Bjarna þekkja svo vel, en þótt ég gæti ekki svarað öllum spurn- ingum sem hann lagði fyrir mig, varð- andi ætt mína og uppruna, fanst mér að við værum þá þegar orðnir vinir. Árin líða fljótt. Ýmiskonar breyting- ar og tönn tímans hafa markað okkar báða. Og örlögin hafa hagað því svo til, að Bjarni er ekki lengur norður á Akureyri, hann starfar nú hér í aðal- bankanum. En hvað sem öllum breyting- um líður er viðmótið óbreytt, og nánari viðkynning hefir aukið mjög á traust mitt og vináttu til hans. En ekki höfð- um við starfað lengi saman þegar ég komst að því að hann er ekki allur þar sem hann er séður. Mér var að vísu kunnugt, að útibúið hafði hann rekið af skynsamlegri varfærni og að starfsfer- ill hans þar var í alla staði til fyrir- myndar. Hins vegar vissi ég ekki, að hann er skáldmæltur svo af ber, og ágætlega fróður um ættir og sögu ís- lendinga, en vegna þess að ættfræðin er honum sérstaklega hugleikið viðfangs- efni spyr hann menn gjarnan spjörun- um úr. Þó Bjarni sé óþarflega spar á að tala um sjálfan sig, veit ég að hann hefir séð og lifað margt, allt frá því hann var smaladrengur hjá foreldrum sínum í Unnarholti. Viðkomustaðirnir hafa lika verið margir. Hann hefir stundað sjóróðra á Eyrarbakka, verið á Lærða- skólanum í Reykjavík. Hann er cand. juris frá Kaupmannahafnarháskóla ár- ið 1906. Samhliða náminu í Höfn stai'f- aði hann í íslenzku stjórnardeildinni og hjá Berlinske Tidende, þá dvaldi hann um tíma suður á Ítalíu, og starfaði þar hjá Wm. Fiske. í utanförinni kyntist hann ýmsum mönnum, sem síðar urðu nafnkenndir, meðal þeirra var íslandsvinurinn Svend Poulsen. Skeði viðkynning þeirra með sérstæðum hætti eða þannig að Poulsen, sem var að lesa undir lagapróf, þóttist myndi geta vaknað fyr á morgnana og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.