Bankablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 43
BANKABLÁÐIÐ
15
auðsjáanlega vetur yfir heiðinni og
skuggar yfir fjöllunum, og loftið var
þrungið af dimmum óveðursskýjum.
Og hinir unaðslegu tónar, sem hún áð-
ur hafði heyrt, voru nú orðnir að ógn-
andi gný i samspili stormsins og þrumu-
guðsins. Og stormar og steypiregn
dundu yfir umhverfið.
Það fór ógnandi hrollur um líkama
Heiðlóar, en í anda var hún örugg, því
að hún vissi sig vera í návist litla guðs-
ins síns í vöggunni. Ekki gat hann far-
ist, hvað sem á dyndi. Og hún leit von-
araugum til vöggunnar. En það fór ógn
og ótti um sál hennar. Vaggan var tóm,
guðinn hennar var horfinn. Og nú vissi
hún ekki um neitt annað en storminn,
regnið og eldingarnar. Hún horfði leit-
andi augum út í óveðrið, og undrun
hennar var mikil, er hún sá yndisfag-
urt ungmenni standa á hæð skammt
frá, því að hún sá, að það var litli guð-
inn hennar.
Og steypiregnið dundi og stormurinn
æddi um hann. — Og eldingarnar þrum-
uðu, en litla guðinn sakaði ekki. Hann
brosti til hennar, og í ljómanum frá
augum hans birtist henni friður og
fögnuður æðra lífs. Og hún undraðist
hinn mikla mátt, sem frá honum
streymdi.
En nú breyttist sjónarsviðið á ný.
Hún sá hann hasta blíðlega á storminn
og steypiregnið og þrumurnar, og allt
þetta stöðvaðist á sömu stundu. Og
móðirin starði undrandi á það, sem
gerðist.
Og litli guðinn benti skýjunum að
hverfa af himninum, og þau hurfu. Og
sólin hellti geislum sínum yfir heiðina
og fjöllin. — Og hann snart jörðina,
líkt og elskhugi ástmey sína, og gróður-
sprotarnir gægðust upp úr jarðvegin-.
um og uxu. Og hún sá blómkrónurnar
breiða blöð sín móti ljósi og yl sólarinn-
ar. — Og að stuttri stundu liðinni varð
gróandi vor. — — Og hinn litli guð
brcsti ástúðlega. — Og vorið breyttist
í sumar, og fuglasöngur og líf ómaði
um heiðina.
En nú varð undrun móðui'innar að
djúpri lotningu. Og hún gekk til guðs-
ins síns og féll til fóta honum, en hann
varnaði þess og mælti: — Gjör þú þetta
ei.-----Ég og þú erum eitt. Við erum
dropar úr hinu mikla úthafi lífsins.
Droparnir og úthafið eru eitt.
Draumsýnin hvarf. Heiðló sat við
vöggu hins unga sveins, eins og áður.
Það var unaðslegur ljómi yfir andliti
hans, og draumljúf og ástúðleg augun
brostu við henni.
Og sál hennar sökkti sér niður í djúp
þeirra. — Og hún fann, að Guð og lífið
eru eitt. — Frá honum, fyrir hann og
til hans eru allir hlutir.
Kristján Sicj. Kristjánsson.
Hjónaefni: Esther Björnsson, Péturs
Bjcrnssonar skipstjóra, og Þórhallur
Tryggvason skrifstofustjóri. — Hlíf
Jónsdóttir starfsmær í Búnaðarbank-
anum og Bjarni Magnússon starfsmað-
ur í Landsbankanum síðastl. sumar.
Hannes Pálsson starfsmaður í Bún-
aðarbankanum hefir tekið sér ferð á
hendur til New-York og mun dvelja þar
um óákveðinn tima.