Bankablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 50
BANK
Tómas Guðmundsson:
Ég er víxill eins og hinir, þó ég yrði aldrei hár
og erfiðlega gengi mín byrjun fyrir sig.
En það eru nú liðin eitthvað átján, nítján ár
síðan ungu skáldi úr Háskólanum tókst að selja mig.
En seinna frétti bankinn, að í sama mund og ég
var settur niður í skúffuna, þar sem ég er enn,
hefði þeirra tíma bifreið sést bruna inn Laugaveg
á beinni leið til Þingvalla með nokkra unga menn. —
Og vitanlega hefir þeim verið hlýtt til mín. —
— En víxlar hugsa raunar um aðra meira en sig.
Og hafi þeir verið kátir og keypt fyrir mig vín
og lcanske vakað frarn úr, þá lief ég borgað mig.
En mikil var sú raun, er ég féll í fyrsta sinn,
og framlengingin vikum og árum saman dróst.
Og samþykkjandinn forðaðist mig, veslings víxilinn
þá varð mér heimsins ótrygglyndi í fyrsta sinni ijóst.
Því víxill, sem er fallinn, á fáa vini að,
og fæstum þykir gaman að endurnýja hann.
En það eru fleiri en víxlar, sem verða að reyna það,
hve valt er þeim að treysta, sem fyrstir taka mann.
En stundum kom það fyrir, sem ég botna ekkert í,
að ókunnugir komu og gerðu mér allt til meins.
Þeir skrifuðu á bakið á mér ónot út af því,
að eklci væri framar hægt að treysta mér til neins.