Bankablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 56
28
BANKABLAÐIÐ
Bandalag starfsmanna ríkis og bæja
í febrúarmánuði 1942 var öllum
starfsmannafélögum ríkis, bæja og
banka boðið að senda fulltrúa á stofn-
þing bandalags, er fyrirhugað var að
þau félög myndu stofna, er þar komu
saman. Mættu á þeim fundi fulltrúar
frá 15 félögum, er stofnuðu Bandalag
starfsmanna ríkis og bæja, 15. febr.
1942. Starfsmannafélög bankanna
kusu enga fulltrúa til þess að mæta á
stofnþinginu. En fundarboðendur buðu
öllum félögunum að senda áheyrnar-
fulltrúa, og var það boð þegið.
Við, sem sátum stofnþingið, urðum
þess fullvissir að mikill áhugi ríkti
meðal fundarmanna að sameina alla
launþega og vinna einhuga að umbót-
um á öllum sviðum. Voru um það sam-
þykktar margar ályktanir og allar
merkilegar. Lög voru Bandalaginu sett
og segir þar um hlutverk þess:
1. að hafa forystu í sameiginlegum
málefnum félaga sinna
2. að styðja viðleitni hvers félags til
bættra launakjara og starfskjara með-
limum sínum til handa og styrkja bar-
áttu þeirra fyrir auknum réttindum
3. ao vinna að aukinni menntun og
menningu í félögunum.
Innan bankanna mun sú skoðun hafa
ríkt í hugum margra, að bankamenn
ættu ekki samleið með hinum félögun-
um. Varð því eigi úr þátttöku þeirra
í stofnun Bandalagsins.
En atburðir ársins 1942 hafa glögg-
lega sannað að bankamenn eiga sam-
leið með öðrum launbegum í þessu
landi. Eftir að nær allir atvinnurek-
endur.aðrir en ríki og bæjarfélög höfðu
snemma á árinu hækkað að mun grunn-
kaup starfsmanna sinna, fóru félög
bankamanna fram á samskonar launa-
bætur. En þær fengust ekki í gegn fyr
en Alþingi var búið að samþykkja hækk-
un til handa starfsmönnum ríkisins. Þá
tóku fulltrúaráð bankanna sömu stefnu
og Alþingi.
Stjórn Bandalagsins mun hafa átt
drjúgan þátt í þeim málalokum, er á
Alþingi urðu.
Er nú fram komin tillaga um lækk-
un grunnlauna hjá fastlaunamönnum.
Er því full þörf samstarfs bandalags-
félaga og bankamanna.
Bandalagið hélt annað þing sitt 14.
nóv. s. 1., höfðu því þá bæzt 3 ný félög.
Erindi voru flutt og margar tillögur
samþykktar m. a. í launa- og dýrtíðar-
málum.
Vonandi láta bankamenn ekki lengi
standa á sér til samstarfs við þennan
öfluga cg áhugamikla félagsskap.
Forsíðumyndin er vetrarmynd úr
Hellisgerði í Hafnarfirði. Örn Arnar-
son skáld tók hana fyrir nokkrum ár-
um. Auk þess að vera þjóðfrægt skáld,
var Örn ágætur myndatökumaður, hafði
glöggt auga fyrir fegurð lands vors
jafnt á vetrar-og sólbjörtum sumardegi.
Ég kom eitt sinn til Arnar, í fyrri rit-
stjórnartíð minni, og fór þess á leit að
mega birta mynd eina eða fleiri eftir
hann í Bankablaðinu. Veitti hann mér
leyfið, og er það fyrst nú þegið. Örn
andaðist svo sem kunnugt er á síðasta
sumri.