Bankablaðið - 01.12.1942, Qupperneq 41

Bankablaðið - 01.12.1942, Qupperneq 41
BANKABLAÐIÐ 33 njóta sömu gestrisni á aðalfundum bankans a. m. k. meðan hagur hans fer batnandi. Færi vel á því að sérhver aðalfundur tæki upp þann fagra sið að skrá í hverja fundargerð framlag til Eftirlaunasjóðs. Á aðfangadag jóla fékk sjóðurinn aðra gjöf, kr. 25.000.00 frá bankan- um. Efling Eftirlaunasjóðs á árinu 1942 er miklum mun meiri en ráð var fyrir gert. Styður það mjög óskir starfsfólks- ins að fram fari endurskoðun á reglu- gerð sjóðsins. Þeim óskum hefir verið svarað á þann veg, að starfandi væri nefnd, er vinni að rannsókn á hag allra eftirlaunasjóða ríkisstofnana. Var búist við áliti nefndarinnar á síðastl. sumri. Átti þá strax að fara fram end- urskoðun á reglugerð Eftirlaunasjóðs Útvegsbankans. En hin ríkisskipaða nefnd hefir enn ekki birt álit og bíður málið því frekari aðgerða. Eftirlaunasjóðir starfsmanna bank- anna eru hiklaust þær stofnanir, sem sérhverjum starfsmanni ber skylda að hlú sern mest að. Þó að það kosti nokkuð framlag og aukið, er slíkt næsta smávægilegt á tímum nægrar atvinnu og heillar heilsu, samanborið við það ör- yggi, er öflugur Eftirlaunsjóður getur veitt í elli, heilsuleysi og bjargarvana aðstandendum. Mér er engin dul, að fyrst verð ég fyllilega ánægður með starfsárangur Eftirlaunasjóðs Útvegsbankans, þegar hann verður aflögufær að borga öldruð- um starfsmönnum full starfslaun, eftir að þeir verða að hætta störfum í bank- anum, ekkjum látinna starfsmanna sómasamlegan framfærzlueyri og börn- um þeirra styrk til uppeldis og mennt- unar. Ennfremur örorkubætur til starfs- manna, er verða vanheilir til vinnu áður en aldurshámarki er náð. Allt þetta á ef til vill langt í land. En að þessu marki eigum við að keppa, og því verður náð, í áföngum. Ég vona að næsta stjórn F. S. Ú. í. vinni ötul- lega að eflingu Eftirlaunasjóðsins m. a. með því að koma í framkvæmd end- urskoðun reglugerðarinnar á þann hátt er fram á er farið. Magnús Þorsteinsson var í febr. síð- astl. skipaður fulltrúi í Búnaðarbanka Islands. Hefir hann starfað í bankan- um í rúm 10 ár. Þórhallur Tryggvason var í maí síð- astl. skipaður skrifstofustjóri í Búnað- arbanka íslands. Jólatréshátíð fyrir börn starfsmanna Útvegsbankans og gesti þeirra var hald- in í hátíðasal bankans 29. des. síðastl. Sóttu skemmtunina um 90 börn og var ánægja mikil þeirra á meðal. Verðlagsvísitala í Sviss hefir frá stríðsbyrjun hækkað um 42.6%. Á sama tíma hafa laun hækkað um að- eins 0.1 %. Hjúskapar-obligo. Þcrbjörg Pálsdóttir og Andrés Ás- mundsson, Útvegsbankanum. Guðrún Vilhjálmsdóttir, Útvegsbank- anum, og Böðvar Kvaran forstjóri. Jónína Jóhannsdóttir og Páll J. Briem, Búnaðarbankanum. Bankablaðið óskar ungu hjónunum til hamingju.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.