Bankablaðið - 01.12.1942, Qupperneq 41
BANKABLAÐIÐ
33
njóta sömu gestrisni á aðalfundum
bankans a. m. k. meðan hagur hans
fer batnandi. Færi vel á því að sérhver
aðalfundur tæki upp þann fagra sið
að skrá í hverja fundargerð framlag
til Eftirlaunasjóðs.
Á aðfangadag jóla fékk sjóðurinn
aðra gjöf, kr. 25.000.00 frá bankan-
um.
Efling Eftirlaunasjóðs á árinu 1942
er miklum mun meiri en ráð var fyrir
gert. Styður það mjög óskir starfsfólks-
ins að fram fari endurskoðun á reglu-
gerð sjóðsins. Þeim óskum hefir verið
svarað á þann veg, að starfandi væri
nefnd, er vinni að rannsókn á hag
allra eftirlaunasjóða ríkisstofnana. Var
búist við áliti nefndarinnar á síðastl.
sumri. Átti þá strax að fara fram end-
urskoðun á reglugerð Eftirlaunasjóðs
Útvegsbankans. En hin ríkisskipaða
nefnd hefir enn ekki birt álit og bíður
málið því frekari aðgerða.
Eftirlaunasjóðir starfsmanna bank-
anna eru hiklaust þær stofnanir, sem
sérhverjum starfsmanni ber skylda að
hlú sern mest að. Þó að það kosti
nokkuð framlag og aukið, er slíkt næsta
smávægilegt á tímum nægrar atvinnu
og heillar heilsu, samanborið við það ör-
yggi, er öflugur Eftirlaunsjóður getur
veitt í elli, heilsuleysi og bjargarvana
aðstandendum.
Mér er engin dul, að fyrst verð ég
fyllilega ánægður með starfsárangur
Eftirlaunasjóðs Útvegsbankans, þegar
hann verður aflögufær að borga öldruð-
um starfsmönnum full starfslaun, eftir
að þeir verða að hætta störfum í bank-
anum, ekkjum látinna starfsmanna
sómasamlegan framfærzlueyri og börn-
um þeirra styrk til uppeldis og mennt-
unar. Ennfremur örorkubætur til starfs-
manna, er verða vanheilir til vinnu
áður en aldurshámarki er náð.
Allt þetta á ef til vill langt í land. En
að þessu marki eigum við að keppa, og
því verður náð, í áföngum. Ég vona
að næsta stjórn F. S. Ú. í. vinni ötul-
lega að eflingu Eftirlaunasjóðsins m.
a. með því að koma í framkvæmd end-
urskoðun reglugerðarinnar á þann hátt
er fram á er farið.
Magnús Þorsteinsson var í febr. síð-
astl. skipaður fulltrúi í Búnaðarbanka
Islands. Hefir hann starfað í bankan-
um í rúm 10 ár.
Þórhallur Tryggvason var í maí síð-
astl. skipaður skrifstofustjóri í Búnað-
arbanka íslands.
Jólatréshátíð fyrir börn starfsmanna
Útvegsbankans og gesti þeirra var hald-
in í hátíðasal bankans 29. des. síðastl.
Sóttu skemmtunina um 90 börn og var
ánægja mikil þeirra á meðal.
Verðlagsvísitala í Sviss hefir frá
stríðsbyrjun hækkað um 42.6%. Á
sama tíma hafa laun hækkað um að-
eins 0.1 %.
Hjúskapar-obligo.
Þcrbjörg Pálsdóttir og Andrés Ás-
mundsson, Útvegsbankanum.
Guðrún Vilhjálmsdóttir, Útvegsbank-
anum, og Böðvar Kvaran forstjóri.
Jónína Jóhannsdóttir og Páll J. Briem,
Búnaðarbankanum.
Bankablaðið óskar ungu hjónunum
til hamingju.