Bankablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 34
6
BANKABLAÐIÐ
stundað lesturinn betur, ef hann fengi
einhvern ókunnugan, helzt íslending sér
til eftirlits og hvatningar. í þessum til-
gangi leitaði hann uppá Garð, og sá
þar af tilviljun nöfn nokkurra stúdenta,
sem voru að sækja um að fá eintak
af doktorsbók að láni, og þar á
meðal stóð „Bjarni Jónsson, stud.
juris.“ leitaði hann síðan Bjarna uppi,
tókust þegar samningar með þeim um
þetta, og ynti Bjarni þetta starf svo vel
af hendi, að þeir voru vinir alla tíð upp-
frá því. Það er mjög líklegt að hin
kunna vinátta Poulsens, (sem síðar varð
ritstjóri Berlinske Tidende) til íslend-
inga hafi skapast af þessari viðkynn-
ingu. Hinsvegar þykist ég mega fullyrða
að áhugi B. J. fyrir íslandsmálum hafi
mótað skapferli hans sjálfs. Ræð ég
þetta af einlægri þátttöku hans í kjör-
um annara og óvenjulega ríku umhyggju
um hag þjóðfélagsins í heild, ennfrem-
ur því, hve laus hann er við alla sér-
drægni. Þetta hefir líka, eins og kunn-
ugt er, einkennt suma þá menn, sem
horfðu heim um þessar mundir fullir
eldmóði og umbótavilja.
En áhrifin af góðu fordæmi verða
hvorki mæld né vegin, hins vegar má
fullyrða að þau eru virk og sístarfandi,
enda myndi þjóðfélnginu ennþá ver
farnast, ef allir einstaklingar þess
væru haldnir valda og auðsöfnunarfíkn
svo magnaðri að þeir vildu allt í söl-
urnar leggja til þess að ná settu marki.
Bjarni Jónsson, var útibússtjóri á
Akureyri í 25 ár. Frá 20. ágúst 1910
til 30. ágúst 1935. Hinn 1. október sama
ár byrjaði hann starf sitt í bankanum
hér. Hann hefir stöðugt aukið á vin-
sældir sínar meðal starfsfólksins, enda
var hann kjörinn formaður starfs-
mannafélagsins árið 1938—1939 og með
stjórnandi 1939. Hann tók upp þá ný-
breytni að færa skrá, sem hefir að
geyma ættfræðilegar upplýsingar ög
aðrar heimildir um félaga starfsmanna-
félagsins. Fyrir þetta og framkomu
alla hygg ég að starfsfólkið beri til
hans hlýjan hug.
Hinn 24. maí s. 1. var fjölskylda
Bjarna, og nánustu vandamenn saman-
komin á heimili þeirra hjóna í Útvegs-
bankanum, til þess að halda sjötugs-
afmælið hátíðlegt. Við þetta tækifæri
kom það í ljós, að hann átti einnig hér
.í Reykjavík, fjölda heimilisvina og vel-
unnara um land allt, enda hefir frú
Sólveig kona hans, stjórnað heimilinu
af slíkri rausn, að ég heyrði til þess
tekið löngu áður en ég kynntist því
sjálfur. En til viðbótar við allar þær
heillaóskir, sem fram voru bornar í til-
efni af þessum afmælisdegi vil ég bera
fram þá ósk, að þetta bágstadda þjóð-
félag megi eignast fleiri slíka syni.
Vetrardagur.
í Englandi hafa 55% af starfsmönn-
um bankanna verið kvaddir til herþjón-
ustu.
Norska verzlunarráðuneijtið hefir
skipað nefnd til þess að hafa eftirlit
með öllum viðskiptum á kaupþingi
Oslóborgar. Gengi á hlutabréfum
banka-, vátryggingar-, iðnaðar- og út-
gerðarfélaga má ekki breytast um meir
en 5% frá degi til dags og skuldabréfa
um 1%.
Enskir bankar hafa lagt niður 1000
af 9000 útibúum og er búist við að þeim
verði enn fækkað með ófriður helzt.