Bankablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 48
20
BANKABLAÐIÐ
SKÖMMTUNARBANKAR
Styrjöldin hefir flutt inn í viðskipta-
lífið nýjan kaupgjaldmiðil, — skömmt-
unarseðla. Þú færð ekki keypt kaffi og
sykur fyrir peninga þína nema þú látir
skömmtunarseðil fylgja. Og eins og
bankarnir hafa ávalt verið nauðsyn-
legur þáttur í peningaviðskiptum manna
er nú svo komið, að stóru þjóðirnar,
styrjaldarþjóðirnar, verða einnig að
hafa banka fyrir skömmtunarseðla. í
Englandi hafa bankarnir starfað á þeim
vettvangi í nærri hálft ár, en í Ameríku
er samskonar starfsemi að hefjast um
þessar mundir.
Það var fyrst eftir að fataskömmtun
var fyrirskipuð í Englandi sumarið
1941, að gallar hins gamla fyrirkomu-
lags komu í ljós. Var það upphaf að
stofnun skömmtunarbanka. Yfir 3000
miljónir skömmtunarseðla á ári komu
í umferð til viðbótar þegar útbýting á
fataskömmtunarseðlum hófst.
Öll fyrirhöfn, er talning og flutningar
skömmtunarseðlanna stað úr stað skap-
aði, var svo mikil, að óbreytt gat ekki
slíkt fyrirkomulag staðið til lengdar.
Frá Board of Trade til neytandans og
aftur sömu leið í gegnum hendur ótal
milliliða, smásala, heildsala og fram-
leiðenda var óraleið og ótal krókar.
Þetta var ekki eingöngu örðugt verk
og mannfrekt heldur og jafn barnalegt
og í viðskiptum miljóna-upphæða væri
eingöngu notuð smámynt. Allstaðar ótti
við tap, þjófnað og árásir.
Board of Trade reyndi í fyrstu að
ráða bót á vandræðum skömmtunar-
fyrirkomulagsins með þvi að hagnýta
póstkerfi landsins. Kaupmönnum var
fyrirskipað að afhenda seðlana í lokuð-
um umslögum til pósthúsanna gegn
viðtökuskírteini. Á þennan hátt sluppu
smásalarnir við að fara klyfjaðir af
skcmmtunarseðlum til heildverzlan-
anna, og heildsalarnir með enn stærri
farm í framleiðsluverksmiðjurnar. En
eigi að síður vakti þessi skipan óánægju,
sem rakin var til tveggja orsaka. I
fyrsta lagi ofvaxin störf lögð á herðar
póstmannanna, sem höfðu ekki aðstöðu
til þess að fást við slíkar afgreiðslur á
nógu greiðan og öruggan hátt. í öðru
lagi, — það var megin ástæðan —
fyrirkomulagið gaf tilefni til misnotk-
unar og ónákvæmni. Eftir að búið var
að gefa út talsvert af viðtökuskírtein-
um, kom iðulega í ljós, að í umslögunum
voru ónýtir pappírsmiðar og ranglega
taldir skömmtunarseðlar.
Þá hvarf Board of Trade að þeirri
hugmynd, að hagnýta sér þjónustu bank
anna til að koma fyrirkomulagi skömmt-
unarinnar á heilbrigðan hátt.
Nú er skipan skömmtunarinnar þann-
ig fyrir komið. Smásölukaupmaðurinn
fer með skömmtunarseðla í viðskipta-
banka sinn og opnar skömmtunarseðla-
reikning. Hann afhendir seðlana í um-
slcgum 100, 500 eða 1000 í hverju.
Utan á umslagið skrifar hann nafn
sitt og heimilisfang og staðfestir inni-
haldið. (Það er ósaknæmt þó að vanti
2% af innborguninni; seðlar geta glat-
ast og þeim verið stdið). Bankinn
sendir seðlana strax til Board of Trade
og þar með eru þeir úr sögunni og
kaupmaðurinn fær ávísanahefti.
Þegar kaupmaður sendir pöntun til