Bankablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 51
23
BANKABLÁMÐ
Ég tók mér þetta nærri, en eina bótin er
að uppreisn hlaut ég seinna fyrir margan smánarblett,
því lögfræðingar bæjarins tóku mark á mér
og meira að segja buðu þeir m,ér stundum upp í rétt.
En einatt var mér gert það að greiðast upp í topp,
sem er gífurlegasta hættan, sem víxill lendir í,
en það hefir verið bankinn, sem sjálfur sagði stopp.
Það sýnir hvað hann má sín, að geta afstýrt þvi.
Og víxill er ég enn, þó ég væri aldrei hár,
og ég vildi mega benda þeim, sem stærri eru, á það,
að marga víxla þekkti ég, sem entust varla ár,
sem ýmsir þóttust verulega háir fyrst í stað.
Og er það ekki þetta, sem allir víxlar þrá,
þó upp og niður gengi fyrir þeim, sem ég hefi kynnst,
að láta hvorki gjalddaga né afsögn á á sig fá,
en una sinni skúffu og lækka helzt sem minnst?
Og ég hefi verið tryggur og trúr við bankann minn.
Eins og tæki hann sér nærri að þurfa að sleppa mér.
Og núna verð ég framlengdur í fertugasta sinn,
á fimmtudaginn kemur, þann 6. október.
t
*♦*
❖
t
!
*♦*
t
Ný orð
Góð íþrótt er það að mynda ný orð
um þá hluti eða hugtök, sem eigi hafa
áður nöfn hlotið á íslenzku, ef vel tekst
um val þeirra. Hér eru þrjú ný orð.
Kornið með fleiri í næsta Bankablað.
Arkahefti: Samheft skrifpappírs-
blöð, „blokk“ á verzlunarmáli.
Mannhestur: Kentár. Það voru forn-
grískar goðsagnaverur, blendingar af
mönnum og hestum, sem taldar voru
búa í fjöllum og skógum.
Valarfi: Erfingi eftir vali. Valarfi er
víðtækara orð en kjörbarn, því að full-
orðinn maður getur einnig orðið val-
arfi annars manns. Sá, sem valinn er
til að erfa starf eða metorð annars, ef
hann fellur frá, getur og kallast val-
arfi. Hann er ekki borinn til þess, held-
ur valinn.
Guðm. R. Ólafsson
úr Grindavík.