Bankablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 44
BANKABLAÐIÐ
10
Sparisjóður Hafnarfjarðar 40 ára
Fyrir 67 árum, 27. nóv. 1875, var sett-
ur á stofn sparisjóður fyrir Hafnar-
fjörð og nágrenni. Hvatamaður þeirrar
stofnunar var hinn þjóðkunni ágætis-
maður séra Þórarinn Böðvarsson að
Görðum á Álftanesi. Var hann einn af
framsýnustu umbótamönnum sinnar
samtíðar. Hann stofnaði Flensborgar-
skóla í Hafnarfirði og gaf þjóðinni þá
stofnun í minningu sonar síns Böðvars,
líkt og Egill Skallagrímsson Sonartor-
rek.
Samstarfsmaður séra Þórarins og
gjaldkeri sjóðsins var Kristján Ziem-
sen. Mun hann hafa kynnzt starfsemi
sparisjóða í Danmörku, en þar var elzti
sparisjóðurinn stofnaður í Aarhus ald-
arþriðjungi fyrr. Ziemsen starfaði við
Knudsens-verzlun og rak síðan verzlun
í Hafnarfirði.
Árið 1893 fluttist Ziemsen til Reykja-
víkur og flutti þá með sér sparisjóðinn
þangað. Mun það einsdæmi að peninga-
stofnun flytur búferlum milli byggðar-
laga. Eftir það urðu viðskiptamenn
sjóðsins að sækja allar afgreiðslur til
Reykjavíkur. Mun það eigi hafa þótt
þægilegt á þeim dögum, þegar minna
var um samgöngur og allar leiðir sein-
farnari en nú. Enda fór það svo, að
starfsemi sparisjóðsins smálognaðist út
af og loks lagðist starfsemi hans niður
að mestu leyti.
Um síðustu aldamót kom til Hafnar-
fjarðar ungur og áhugasamur sýslu-
maður, Páll Einarsson, síðar hæstarétt-
ardómari. Hann gerðist hvatamaður að
stofnun sparisjóðs í Hafnarfirði. Fékk
hann í lið með sér marga ágæta Hafn-
firðinga, er stofnuðu Sparisjóð Hafnar-
fjarðar 22. des. 1902. Af stofnendum
sjóðsins, sem voru 10, lifa aðeins tveir,
Páll Einarsson og Sigurgeir Gislason,
núverandi gjaldkeri. ^
Með sérstökum samningi yfirtók
Sparisjóður Hafnarfjarðar eignir og
skuldir hins eldri sjóðs. Fellur þar sam-
an saga þeirra beggja. Það má því deila
um hvort Sparisjóður Hafnarfjarðar sé
40 ára eða 67 ára. Ýms félög hafa breytt
um nöfn, en ekki aldur, og á tímabilum
hefir starfsemi þeirra fallið niður án
þess að æfiþráðurinn hafi slitnað í
sundur. Hvað sem um aldur verður
ákveðið má ávallt rekja upphafssögu
Sparisjóðs Hafnarfjarðar tvo þriðju
aldar aftur í tímann. Er hann þá ann-
ar elzti sparisjóður landsins. Spari-
sjóður Siglufjarðar er elztur.
Páll Einarsson var fyrsti formaður
hins nýstofnaða sparisjóðs og með-
stjórnendur Jón Gunnarsson og Jóhann-
es Sigfússon, kennari í Flensborg.
Starfsemi sparisjóðsins var í upphafi
smávaxin, fólkið félítið og flestallt fá-
tækt. En með vaxandi velmegun bæjar-
búa og glöggri og gætilegri forystu hef-
ir sjóðurinn orðið öflugur og áhrifa-
mikill til stuðnings margvíslegum fram-
faramálum.
Sparisjóður Hafnarf jarðar hefir alla
jafnan verið einasta peningastofnunin
í Hafnarfirði. Landsbankinn hafði úti-
bú í nokkur ár, en án útlánastarfsemi.
Sparisjóðurinn hefir því haft með hönd-
um margskonar bankastarfsemi og ver-
ið umbjóðandi bankanna í Reykjavík.
Hann hefir lánað bæjarbúum fé til