Bankablaðið - 01.12.1942, Qupperneq 44

Bankablaðið - 01.12.1942, Qupperneq 44
BANKABLAÐIÐ 10 Sparisjóður Hafnarfjarðar 40 ára Fyrir 67 árum, 27. nóv. 1875, var sett- ur á stofn sparisjóður fyrir Hafnar- fjörð og nágrenni. Hvatamaður þeirrar stofnunar var hinn þjóðkunni ágætis- maður séra Þórarinn Böðvarsson að Görðum á Álftanesi. Var hann einn af framsýnustu umbótamönnum sinnar samtíðar. Hann stofnaði Flensborgar- skóla í Hafnarfirði og gaf þjóðinni þá stofnun í minningu sonar síns Böðvars, líkt og Egill Skallagrímsson Sonartor- rek. Samstarfsmaður séra Þórarins og gjaldkeri sjóðsins var Kristján Ziem- sen. Mun hann hafa kynnzt starfsemi sparisjóða í Danmörku, en þar var elzti sparisjóðurinn stofnaður í Aarhus ald- arþriðjungi fyrr. Ziemsen starfaði við Knudsens-verzlun og rak síðan verzlun í Hafnarfirði. Árið 1893 fluttist Ziemsen til Reykja- víkur og flutti þá með sér sparisjóðinn þangað. Mun það einsdæmi að peninga- stofnun flytur búferlum milli byggðar- laga. Eftir það urðu viðskiptamenn sjóðsins að sækja allar afgreiðslur til Reykjavíkur. Mun það eigi hafa þótt þægilegt á þeim dögum, þegar minna var um samgöngur og allar leiðir sein- farnari en nú. Enda fór það svo, að starfsemi sparisjóðsins smálognaðist út af og loks lagðist starfsemi hans niður að mestu leyti. Um síðustu aldamót kom til Hafnar- fjarðar ungur og áhugasamur sýslu- maður, Páll Einarsson, síðar hæstarétt- ardómari. Hann gerðist hvatamaður að stofnun sparisjóðs í Hafnarfirði. Fékk hann í lið með sér marga ágæta Hafn- firðinga, er stofnuðu Sparisjóð Hafnar- fjarðar 22. des. 1902. Af stofnendum sjóðsins, sem voru 10, lifa aðeins tveir, Páll Einarsson og Sigurgeir Gislason, núverandi gjaldkeri. ^ Með sérstökum samningi yfirtók Sparisjóður Hafnarfjarðar eignir og skuldir hins eldri sjóðs. Fellur þar sam- an saga þeirra beggja. Það má því deila um hvort Sparisjóður Hafnarfjarðar sé 40 ára eða 67 ára. Ýms félög hafa breytt um nöfn, en ekki aldur, og á tímabilum hefir starfsemi þeirra fallið niður án þess að æfiþráðurinn hafi slitnað í sundur. Hvað sem um aldur verður ákveðið má ávallt rekja upphafssögu Sparisjóðs Hafnarfjarðar tvo þriðju aldar aftur í tímann. Er hann þá ann- ar elzti sparisjóður landsins. Spari- sjóður Siglufjarðar er elztur. Páll Einarsson var fyrsti formaður hins nýstofnaða sparisjóðs og með- stjórnendur Jón Gunnarsson og Jóhann- es Sigfússon, kennari í Flensborg. Starfsemi sparisjóðsins var í upphafi smávaxin, fólkið félítið og flestallt fá- tækt. En með vaxandi velmegun bæjar- búa og glöggri og gætilegri forystu hef- ir sjóðurinn orðið öflugur og áhrifa- mikill til stuðnings margvíslegum fram- faramálum. Sparisjóður Hafnarf jarðar hefir alla jafnan verið einasta peningastofnunin í Hafnarfirði. Landsbankinn hafði úti- bú í nokkur ár, en án útlánastarfsemi. Sparisjóðurinn hefir því haft með hönd- um margskonar bankastarfsemi og ver- ið umbjóðandi bankanna í Reykjavík. Hann hefir lánað bæjarbúum fé til
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.