Bankablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 52

Bankablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 52
24 BANKABLAÐIÐ r Kaupþing Landsbanka Islands Kaupþing Landsbanka íslands var opnað þriðjudaginn 21. þ. m. og hóf- ust þá í fyrsta sinn hér á landi opinber viðskipti verðbréfa og skráning þeirra. Opnun Kaupþingsins fór fram í af- greiðslusal bankans og voru viðstaddir auk kaupþingsfélaga, f jármála- og utan- ríkismálaráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík. Framvegis mun Kaup- þingið háð í bankaráðssal Landsbank- ans. Formaður bankaráðs Landsbankans mælti fyrstur við opnun Kaupþingsins. Gerði hann grein fyrir ætlunarverki Kaupþingsins. Ávarpaði síðan Björn Ólafsson fjár- málaráðherra þingið og árnaði fyrir- tækinu allra heilla. Hófust síðan viðskipti. Tóku kaup- þingsfélagar sæti eftir hlutkesti. Alls voru viðskipti Kaupþingsins þennan fyrsta dag kr. 373.000.00. I reglum fyrir Kaupþing Landsbanka Islands er lýst ítarlega öllu er viðkem- ur viðskiptum á Kaupþinginu. Leyfum vér oss að birta þær í heild hér á eftir: REGLUR fyrir Kaupþing Landsbanka íslands. 1. gr. Landsbanki íslands heldur kaupþing í húsi sínu í Reykjavík. Kaup- þingsdagar eru einn eða tveir í viku hverri, þriðjudagar og föstudagar. Framkvæmdarstjórn bankans ákveður fyrirfram mánaðarlega ,hvort dagarn- ir verða einn eða tveir. 2. gr. Viðskipti á kaupþinginu mega, auk bankans sjálfs, þeir einir stunda, sem til þess hafa fengið leyfi fram- kvæmdarstjórnar bankans, en hún veit- ir slíkt leyfi öðrum íslenzkum bönkum, cpinberum stofnunum, sparisjóðum og einstaklingum, sem um það sækja. Ein- staklingum veitir hún leyfið þó því að- eins, að umsækjandinn a) sé fjár síns ráðandi og hafi óflekk- að mannorð b) hafi þá menntun til að bera, sem hún álítur æskilega til þess að geta leið- beint almenningi um verðbréfaviðskipti og fjárhagsráðstafanir, c) sé kunnur að reglusemi og áreiðan- leik í viðskiptum, d) sé íslenzkur ríkisborgari. Þeir, sem fá leyfi framkvæmdar- stjórnarinnar til þess að stunda við- skipti á kaupþinginu, skulu greiða til Landsbankans 500 kr. gjald fyrir leyf- ið og 500 kr. árgjald, meðan þeir stunda viðskiptin. Framkvæmdastjórnin getur afturkallað leyfi, ef aðili hættir að fullnægja ofangreindum skilyrðum, eða gerist brotlegur við reglur kaupþings- ins. Þeir, sem viðskipti stunda á kaup- þinginu, nefnast kaupþingsfélagar. Framkvæmdastjórnin tilkynnir sér- hverjum kaupþingsfélaga, hverjum hún hefir veitt leyfi til þess að stunda við- skipti á kaupþinginu, og sömuleiðis, er hún veitir nýjum kaupþingsfélaga slíkt leyfi, eða afturkallar það. 3. gr. Kaupþingsfélagar mega láta umboðsmenn sína mæta á kaupþing- inu, en slíkir umboðsmenn skulu hafa fengið staðfestingu framkvæmdastjórn- ar bankans. Staðfesting fæst því aðeins,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.