Bankablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 52
24
BANKABLAÐIÐ
r
Kaupþing Landsbanka Islands
Kaupþing Landsbanka íslands var
opnað þriðjudaginn 21. þ. m. og hóf-
ust þá í fyrsta sinn hér á landi opinber
viðskipti verðbréfa og skráning þeirra.
Opnun Kaupþingsins fór fram í af-
greiðslusal bankans og voru viðstaddir
auk kaupþingsfélaga, f jármála- og utan-
ríkismálaráðherra og borgarstjórinn
í Reykjavík. Framvegis mun Kaup-
þingið háð í bankaráðssal Landsbank-
ans.
Formaður bankaráðs Landsbankans
mælti fyrstur við opnun Kaupþingsins.
Gerði hann grein fyrir ætlunarverki
Kaupþingsins.
Ávarpaði síðan Björn Ólafsson fjár-
málaráðherra þingið og árnaði fyrir-
tækinu allra heilla.
Hófust síðan viðskipti. Tóku kaup-
þingsfélagar sæti eftir hlutkesti. Alls
voru viðskipti Kaupþingsins þennan
fyrsta dag kr. 373.000.00.
I reglum fyrir Kaupþing Landsbanka
Islands er lýst ítarlega öllu er viðkem-
ur viðskiptum á Kaupþinginu. Leyfum
vér oss að birta þær í heild hér á
eftir:
REGLUR
fyrir Kaupþing Landsbanka íslands.
1. gr. Landsbanki íslands heldur
kaupþing í húsi sínu í Reykjavík. Kaup-
þingsdagar eru einn eða tveir í viku
hverri, þriðjudagar og föstudagar.
Framkvæmdarstjórn bankans ákveður
fyrirfram mánaðarlega ,hvort dagarn-
ir verða einn eða tveir.
2. gr. Viðskipti á kaupþinginu mega,
auk bankans sjálfs, þeir einir stunda,
sem til þess hafa fengið leyfi fram-
kvæmdarstjórnar bankans, en hún veit-
ir slíkt leyfi öðrum íslenzkum bönkum,
cpinberum stofnunum, sparisjóðum og
einstaklingum, sem um það sækja. Ein-
staklingum veitir hún leyfið þó því að-
eins, að umsækjandinn
a) sé fjár síns ráðandi og hafi óflekk-
að mannorð
b) hafi þá menntun til að bera, sem
hún álítur æskilega til þess að geta leið-
beint almenningi um verðbréfaviðskipti
og fjárhagsráðstafanir,
c) sé kunnur að reglusemi og áreiðan-
leik í viðskiptum,
d) sé íslenzkur ríkisborgari.
Þeir, sem fá leyfi framkvæmdar-
stjórnarinnar til þess að stunda við-
skipti á kaupþinginu, skulu greiða til
Landsbankans 500 kr. gjald fyrir leyf-
ið og 500 kr. árgjald, meðan þeir stunda
viðskiptin. Framkvæmdastjórnin getur
afturkallað leyfi, ef aðili hættir að
fullnægja ofangreindum skilyrðum, eða
gerist brotlegur við reglur kaupþings-
ins. Þeir, sem viðskipti stunda á kaup-
þinginu, nefnast kaupþingsfélagar.
Framkvæmdastjórnin tilkynnir sér-
hverjum kaupþingsfélaga, hverjum hún
hefir veitt leyfi til þess að stunda við-
skipti á kaupþinginu, og sömuleiðis,
er hún veitir nýjum kaupþingsfélaga
slíkt leyfi, eða afturkallar það.
3. gr. Kaupþingsfélagar mega láta
umboðsmenn sína mæta á kaupþing-
inu, en slíkir umboðsmenn skulu hafa
fengið staðfestingu framkvæmdastjórn-
ar bankans. Staðfesting fæst því aðeins,