Bankablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 36
8
Byggingarmálið.
1 janúar síðastliðnum sendi sam-
bandsstjórn borgarstjóranum í Reykja-
vík bréf, þar sem farið er fram á, að
bærinn láti starfsmönnum bankanna í
té hagkvæmar byggingarlóðir og lögð
áherzla á, og í því sambandi vitnað í
fyrri málaleitun, sem ekki hafði feng-
izt svar við, að bankamönnum sé það
sem fyrr mjög hugleikið að lóðir til
' æntanlegra bankamannabústaða fáist
t svæði því á Melunum, er liggur vest-
'i ^uðurgötu, meðfram Hringbraut að
sunnan.
Svar við þessu bréfi barst stjórninni
frá borgarstjóra seint í sama mánuði,
þar sem hann segir, að að svo stöddu
geti bæjarráð ekki orðið við umsókn
bankamanna um nefndar lóðir á Mel-
unum, vestan Suðurgötu og meðfram
Hringbraut, þar sem skipulag á þessu
svæði hafi enn ekki verið ákveðið, en
bæjarráð sé því hlynnt að bankamönn-
um verði ætlaðar byggingarlóðir á góð-
um stað og að málinu hafi að öðru leyti
verið vísað til skipulagsnefndar til um-
sagnar.
Að þessum málalokum fengnum og
með tilliti til þeirra erfiðleika, sem við
er að etja viðvíkjandi öllum nýbygging-
um vegna yfirstandandi styrjaldar og
dýrtíðar, sá sambandsstjórn ekki ástæðu
til, að svo stöddu, að gera meira í mál-
inu.
Árshátíð bankamanna.
Árshátíð bankamanna var haldin 6.
febrúar s.l. að Hótel Borg, og var hún
mjcg fjölmenn og fór hið bezta fram.
Varð hagnaður af henni kr. 501,84 og
/ samþykkti stjórn sambandsins, að
nefndur hagnaður skyldi lagður í sjóð
sambandsins i þvi trausti, að síðar
__________________BANKABLAÐIÐ
mætti leita til sambandssjóðs, ef halli
kann að verða af síðari árshátíðum.
Launabætur.
Á hinu liðna starfsári hafa banka-
menn orðið aðnjótandi töluverðra launa-
bóta eða grunnkaupshækkunar, eins og
yfirleitt allir launþegar í landinu. Strax
og það varð séð, að gerðardómslögin
náðu ekki tilgangi sínum og að dýrtíðin
fcr ört vaxandi, komu fram háværar
raddir frá launþegum um land allt um
grunnkaupshækkanir, í fyrsta lagi með
tilliti til þess, að tvívegis höfðu laun
þeirra verið raunverulega lækkuð með
gengislækkun, þegar þrengdi að at-
vinnuvegum landsmanna, og þeir þá
tekið því möglunarlítið, en sú ástæða
ekki lengur fyrir hendi þar sem hagur
atvinnuveganna væri nú með betra
móti, svo ekki sé dýpra tekið í árina,
og í öðru lagi vegna þess, að verðlags-
vísitalan gæfi ekki rétta mynd af dýr-
tíðinni vegna þess hvernig hún væri
reiknuð út.
Gengu hin ýmsu hagsmunasamtök
launþega fram fyrir skjöldu í þessu
máli og varð sú niðurstaða, að flestir
fengu verulegar grunnkaupshækkanir.
Það var strax álit sambandsstjórnar,
að henni bæri að láta starfsmannafélög
bankanna fyrst og fremst koma fram
fyrir skjöldu í þessu máli gagnvart
stjórnendum bankanna, enda ekki
hyggilegt, að hún færi á stúfana í því
og bindi hendur hinna einstöku félaga,
heldur að hún fylgdist með gangi mál-
anna og sæi hvað fram færi hjá öðrum
samtökum launamanna.
Kom það líka á daginn, að þetta var
rétt sjónarmið og fengu bankamenn
sæmilegar launabætur miðað við marga