Bankablaðið - 01.12.1955, Page 16

Bankablaðið - 01.12.1955, Page 16
kann að staía, raski ekki um ot' því efna- hagskerfi, sem við búum við. En um það verður vart deilt, eins og þá var háttað málum, að láglaunafólk gat ekki lifað sómasamlegu lífi á launum sínum. Jafn- vel þó sleppt sé að gera ráð íyrir, að það hefði löngun til að veita sér og sínum smá- muni í skemmtunum, bókum og klæðnaði, eins og venjulegt fólk gerir í okkar landi. Vafalaust hefði verið eðlilegra þá, að valdamenn hefðu reynt að fara leið verð- lækkunar og sparnaðar. Með því hefði verið reynt að fyrra vandræðum, sem nú virðast steðja að í vaxandi mæli. Vert er að minna á, að bankamenn og opinberir starfsmenn eiga eftir að fá leiðréttingu sinna mála. Alþingi er að ræða nýtt frum- varp til launalaga. Verður ekki með sanni sagt, að þeir liafi enn sem komið er, haft tækifæri til að fagna sigri í kjaramál- unum. Jafnvel þó að ný launalög verði sam- þykkt, þá er það þegar viðurkennt, — áð- ur en þau koma til framkvæmda, að grunn- kaupshækkanir og tilfærslur milli launa- flokka þyrftu að vera mun meiri, ef þær ættu að svara til hliðstæðra hækkana og aðrar stéttir hafa þegar fengið. Bankamenn hafa fylgzt með baráttu launþega fyrir bættum kjörum. Þeir hafa fundið, hvernig kjörin hafa rýrnað miðað við aðrar stéttir, sem hafa verkfallsrétt. Á það hefur verið bent hér í blaðinu, að laun bankamanna væru á þann veg, að með öllu væri óviðunandi. Þessu hefur ekki ver- ið mótmælt og almennt viðurkennt, að fyllstu rök væru færð fyrir rétti okkar. Nú stendur fyrir dyrum að endurskoða launa- reglur bankamanna, sem annarra opin- berra starfsmanna. Þess verður að vænta, að margra ára misréttur verði leiðréttur. Er ekki ástæða til að óreyndu, að van- meta skilning hlutaðeigenda í þessum f — Lagboði: Taktu sorg mína, svala haf.) Vernda mig óspilltan, góði guð. Ger mig að barninu þínu. Haltu í hjartanu mínu heilögu boðunum þínum, — ástúðarorðunum þinum. Lýs þú upþ sál mína, Ijúfi guð, ljósÍ7iu kœrleikans þínu. Lát hana göfgast í lífsstarfi sínu. (Orkt 1921, en í þann tíma var höf. kennari að aðalstarfi. GUÐM. R. ÓLAFSSON úr Grindavík. V_____________________________________J málum. Stjórnendur bankanna hafa við ýmis tækifæri sýnt bankamönnum vin- semd og skilning. Bankamenn vænta þess að svo verði enn. Að þeir geti án blygðunar litið framan í vini sína og fé- laga í öðrum stéttum og hjá einkafyrir- tækjum, þegar Jaeir bera saman kjör sín og kaup — Væntanlega mun end- urskoðun á gildandi launareglum verða lokið um eða eftir áramótin. Þá má gera ráð fyrir, að launþegar yfirleitt hafi feng- ið leiðréttingu á sínum málum og nokk- urt samræmi sé í launamálum manna. Þá ættu þeir, sem sjá vá fyrir hvers manns dyrum, að taka höndum saman við þá, sem viðurkenna voðann og reyna að bjarga efnahagsmálunum og þjóðarskútunni heilli í höfn, það er ósk allra lands- manna. 22 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.