Bankablaðið - 01.12.1955, Page 24
FREDERICK SONDERN, Jr.:
SeSlaföísunm mikla í Portii^al
Hið virðulega fyrirtæki Waterlow & Sons,
Ltd. hefur aðsetur sitt í húsakynnum við
26 Great Winchester St. í Lundúnum, og
þar fer fram hin þýðingarmikla og oft
vandasama starfsemi þess, sem er í því fólg-
in að framleiða bankaseðla fyrir ríkis-
stjórnir víðs vegar um heim.
Hinn 4. desember 1924 kom þangað
Karel Marang van Ysselveere, viðurkennd-
ur kaupsýslu- og fjármálamaður frá Haag,
og lagði frarn skilríki sín sem sérstakur
sendifulltrúi portúgölsku stjórnarinnar.
Sir William Waterlow tók sjálfur á móti
honurn þegar í stað, og skýrði hinn við-
mótsþýði og fyrirmannlegi Hollendingur
honum frá því, að Portúgalsbanki þyrfti að
fá tafarlaust tvö hundruð þúsund 500
escudo seðla. Af stjórnmálalegum ástæðum
yrði að halda útgáfu þessari leyndri, og
því hefði bankastjórnin falið Marang að
ganga frá samningum, heldur en að fara
þá leið, sem venjulega væri farin á veg-
um stjórnarinnar.
Sir William kinkaði kolli til merkis um
þar, að bankastjórn (4) meðtöldum. Þá
var hægt að komast af með penna blýant
og eina ritvél.
En hvernig er það nú?
Vafalaust eru það miklir framkvæmda-
menn, sem nú stjórna Landsbanka íslands,
sem ekkert tækifæri láta ónotað til þess
að efla bankann og bæta starfs aðferðir,
auka starfshraða og öryggi til þæginda og
heilla fyrir alþjóð.
að liann skildi, hvað um væri að ræða.
Hann sagðist auðvitað þurfa að fá í hend-
ur heimild frá bankastjórninni, auk venju-
legs samnings. Hinn kurteisi Hollending-
ur sagði, að sér væri það ljóst, enda mundu
skjölin verða send tafarlaust frá Lissabon.
Þannig hófst eitthvert dæmalausasta
seðlafölsunarmál, sem um getur í fjármála-
sögu heimsins.
Næstu vikurnar bárust Waterlow og
Sons ýmisleg skjöl, sem merkt voru ,,A1-
gert trúnaðarmál“. Meðal þeirra var heini-
ildarskjal til prentunar seðlanna, innsigl-
að með innsigli bankastjóra Portúgals-
banka, Camacho Rodrigues, og undirskrif-
að af honum sjálfum. Þar var frá því skýrt,
og var það algert trúnaðarmál milli banka-
stjórans og Sir Williams, að Marang hefði
verið veitt umboð til að taka á móti seðl-
unum og flytja þá til Lissabon. Þar mundu
þeir verða afhentir bankastjórnarnefnd, sem
portúgalska stjórnin hefði skipað, og ætti
nefndin að nota féð til að reisa við fjár-
mál portúgölsku nýlendunnar Angola í
Afríku.
Þar sem peningana ætti aðeins að nota
í Angola, mætti prenta þá með sömu
myndamótum og sömu framhaldsnúmer-
nm og seðlaprentsmiðja Waterlows hefði
notað á síðustu útgáfu 500-escudo seðl-
anna, er þá voru í umferð í Portúgal.
Portúgalsbanki ætlaði að láta yfirprenta
nýju seðlana með orðinu ANGOLA, til þess
að koma í veg fyrir, að þeir rugluðust
saman við þá útgáfu, sem þegar var í um-
ferð.
30 BANKABLAÐIÐ