Bankablaðið - 01.12.1955, Page 25

Bankablaðið - 01.12.1955, Page 25
Hafi einhverjar grunsemdir leynzt í liuga Sir Williams viðvíkjandi þessum óvenjulegu aðferðum, hurfu þær með öllu, þegar honurn bárust samningar, undirrit- aðir af landsstjóranum í Angola og nokkr- um helztu bankastjórunum í Portúgal. Waterlow lét því tafarlaust prenta um- beðna 500-escudo seðla, sem jafngiltu að verðmæti fimm milljónum dollara, og voru þeir skilvíslega afhentir Marang. Hann flutti þá síðan til Lissabon, og á þeim forsendum, að hann væri stjórnar- erindreki, kom hann þeim óskoðuðum gegnum tollgæzluna — hann var sem sé ólaunaður ræðismaður Persíu í Haag. Sir William hafði ekki grun um, að hvert einasta bréf og samningur, þessu viðvíkj- andi, sem hann hafði læst inni í peninga- skáp sínum, væri falsað og að peningarnir yrðu hvorki yfirprentaðir né notaðir í Angola. Heilt ár leið þangað til hann fékk vitneskju um það, og á því ári afgreiddi hann tíu milljón dollara virði af escudo- seðlum til viðbótar. Hinn 5. desember 1925 framkvæmdi glæpadeild portúgölsku lögreglunnar skyndirannsókn á útibúi Angola og Metro- polebankans í Oporto — sem var nýtt og geysilega blómlegt fyrirtæki. Rannsókn þessi var framkvæmd vegna kvartana um, að bankinn ræki ólöglega verzlun með erlendan gjaldeyri. En þegar rannsóknarfulltrúinn og endurskoðendur hans komu í seðlageymslur bankans, fundu þeir fyrir sér hluti, sem komu þeim meira á óvart en ólöglega fengnir dollarar og sterl- ingspund hefðu gert. Seðlageymslurnar voru troðfullar af 500-escudo seðlum, svo að þús- undum skipti. Seðlarnir voru í umbúðum Portúgalsbanka, en þeir voru ekki í sam- felldri röð eftir framhaldsnúmerum, eins og Portúgalsbanki var þó vanur að afhenda þá. Nú var sent í skyndi eftir færasta seðla- sérfræðingi Portúgalsbanka. Hann lýsti því hiklaust yfir, að seðlanir væru ófalsaðir. En rannsóknarfulltrúinn sendi seðlana, sem hann hafði tekið til rannsóknar, til útibús Portúgalsbanka í Oporto, með fyrirskipun um að bera framhaldsnúmer seðlanna sam- an við númer þeirra 500-escudo seðla, sem bankinn hefði í sínum vörzlum. Um kvöld- ið höfðu fundizt fjórar samstæður seðla, sem báru sömu númer. Hinn 7. desember var allt komið í upp- nám út af þessu. Fólkið kom með 500-escudo seðla svo þúsundum skipti til gjaldkera Portúgalsbanka til innlausnar, og alltaf komu fleiri og fleiri samstæður í ljós. Þegar það varð lýðum Ijóst, hversu stórkostleg fjársvik var um að ræða, tók gengi portú- galska gjaldeyrisins, sem hafði verið stöð- ugt fram að þessu, að lækka smám saman í alþjóðaviðskiptum. Heita mátti, að ráðu- neytið í Lissabon sæti á stöðugum fundi vegna þessa neyðarástands. Staðreyndir jrær, sem komu í Ijós við rann- sóknina, urðu ótrúlegri með hverjum deg- inum sem leið. Einhver hafði verið svo bíræfinn að fá seðlaprentsmiðju Water- lows með svikum til að prenta handa sér 300 miljónir escudos, og ekki nóg með það, heldur hafði hann stofnað Angola og Metropole-bankann með þessum fölsku seðlum. Hann hafði keypt í stórum stíl hlutabréf í stærstu iðnaðarfyrirtækjum Portúgals, keypt fasteignir svo að heilum sambyggingum skipti og byggt upp heilt fjármálastórveldi með eignum jressum. Hann hafði einnig með því að beita fyrir sig Angola og Metropole-bankanum, keypt upp allmikið af þeim hlutabréfum í sjálf- um Portúgalsbanka, sem voru í einkaeign. BANKABLAÐIÐ 31

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.