Bankablaðið - 01.12.1955, Síða 28

Bankablaðið - 01.12.1955, Síða 28
stjórans í nýlendunni Angola, Régo Clia- vez, og senor Alves Reis, formanns nefnd- ar þeirrar, er falið hefði verið að gefa út bankaseðla í Angola. Annað var rnjög til- komumikið skjal, er var heimildarbréf til ráðstafana þessara, undirritað af land- stjóranum og Rodigues, bankastjóra Portú- galsbanka. Hið þriðja var bréf frá Rod- rigues bankastjóra til Sir William Water- lows, sem heimilaði liinum síðarnefnda að prenta seðlana. Marang grunaði ekki neitt, og með þessi meistaraverk fór hann til Lundúna. Og eins og Reis hafði með réttu ályktað, brást Sir William „eðlilega við þeirri góðu trú“. Reis hafði ályktað, að ekki væri fyrst um sinn áhættulaust að setja meira í um- ferð en fimm miljón dollara virði af 500- escudo seðlunum. En þótt upphæðin væri ekki meiri en þetta, varð liann að hafa banka til umráða, ef honum átti að tak- ast að hefja framkvæmdir án þess að vekja grunsemdir. Og því hóf Angola og Metro- pole-bankinn starfsemi sína í Lissabon og Oporto í júlímánuði 1925. Það kom á daginn, að Reis var fær og hugmyndaríkur bankastjóri. Banki h!ans fékk brátt á sig gott orð fyrir viðbragðs- flýti og alúðlega fyrirgreiðslu við lánveit- ingar — sérstaklega, þegar urn smálán var að ræða — en þær aðferðir voru gerólíkar þeim, er tíðkuðust í öðrum portúgölskum bönkum. Reis og Hennies höfðu áformað að hafa skipti á Waterlow-seðlunum sín- um og fé skuldunauta sinna. Eftir fáeina mánuði höfðu þeir fest 2.500.000 dollara virði af falska gjaldmiðlinum í öruggum lánum og eignum, og síaukinn fjöldi við- skiptamanna þeirra fór að leggja l'é sitt inn í þessa viðfelldnu stofnun. Eftir sex mánaða starfsemi stóð hagur bankans með miklum blóma. En í júní 1925 var farið að veita því athygli, hve mikil aukning var orðin á 500^escudo seðlum í umferð. Orðrómur um fölsun komst á kreik. Viðbrögð Portú- galsbanka urðu einmitt þau, sem Reis liafði alltaf búizt við. Bankinn lýsti því yfir opinberlega, að allar fréttir um verð- bólgu í gjaldeyrismálum Portúgals vegna fölsunar eða annarra orsaka væru ekki ann- að en hlægileg staðleysa. Reis ályktaði með réttu, að bankinn hefði ekki minnsta grun um athafnir hans og að fólk mundi almennt trúa ylirlýsingu hins virðulega bankastjóra eins og nýju neti. Síðan kom hann afganginum af Waterlow-seðlunum tafarlaust fyrir í ör- uggum eignum, og pantaði að svo búnu tíu milljón dollara virði af seðlum til við- bótar frá Lundúnum fyrir meðalgöngu Marangs. Jafnframt þessu hafði Reis unnið að því í kyrrþey að kaupa upp lilutabréf í Portú- galsbanka. Hefði honum veitzt tveggja mánaða frestur til viðbótar, mundi liann hafa náð í sínar hendur það miklu af hluta- bréfum bankans, að hann hefði getað ráð- ið miklu um stjórn hans og þá sennilega komizt sjálfur í bankastjórastöðuna. Hefði svo farið, mundi hann hafa getað komið fyrir kattarnef öllum sönnunum fyrir belli- brögðum sínum. í október 1925 var Reis orðinn sann- færður um, að áform sitt mundi heppn- ast, og fór hann þá ferð til Angola. Þar ræddi liann ýmis mikilvæg framkvæmda- mál við landstjórann, en nafn hans var eitt þeirra, sem liann hafði falsað. Banki hans var reiðubúinn að leggja fram fé til járnbrautalagningar, til þess að unnt væri að flytja kopar úr hinum auðugu námum í Bembe til hafnarborgarinnar Luanda. Á- þekk járnbraut var síðar lögð af öðrum að- 34 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.