Bankablaðið - 01.12.1955, Síða 38
INGI KRISTMANNS
bankaritari
átti 50 ára afmæli þann 13. nóvember
s. 1. Hann fæddist að Garðsstöðum í Vest-
mannaeyjum. Þar ólst hann upp og hóf
ungur störf við póstafgreiðslu, fyrst í
Vestmannaeyjum og síðan um nokkurt
skeið í Reykjavík. Ingi réðist í þjónust ís-
landsbanka þann 1. janúar 1928 og liefir
síðan starfað þar og í Útvegsbankanum.
Fyrstu 18 starfsárin vann hann í útibúi
bankans í Vestmannaeyjum, en kom fyrir
9 árum til starfa í aðalbankanum í Reykja-
vík.
Ingi er hinn mesti dugnaðarmaður við
störf, röskur og lipurmenni í afgreiðslu.
Hann kemur sér vel við viðskiptamenn-
ina við afgreiðsluborðið í Útvegsbankan-
um. Ingi er hinn bezti félagsmaður og
ávallt fús og reiðubúinn að leysa af hendi
með glöðu geði öll störf, er starfsmanna-
félagið felur honum.
Bankablaðið og samstarfsfólk Inga,
senda honum og hans ágætu konu, Sigríði
AXEL BÖÐVARSSON
víxlakókari
átti 65 ára afmæli þann 28. júlí s. 1.
Þann dag dvaldi hann í Landsspítalanum,
þungt haldinn af sjúkdómi, er um nokk-
urt skeið hafði þjáð hann mjög. Nokkru
síðar náði hann sér svo að hann komst
heim og hefir heilsu hans farið batnandi
síðustu vikurnar. Það er von allra vina
Axels að hann nái fullum bata hið fyrsta
og starfsþreki að nýju.
Axel Böðvarsson er fæddur Akurnesing-
ur, af merku dugnaðarfólki kominn, dreng-
skaparmaður og hverjum manni fús til
' hjálpar og fyrirgreiðslu. Hann hefir átt
óslitinn starfsaldur í íslandsbanka og Út-
vegsbankanum í rúm 36 ár. Axel er kvænt-
ur hinni ágætustu konu, Margréti Stein-
dórsdóttur, er einnig starfaði í sömu stofn-
un í 31 ár, er hún hætti störfum vegna
vanheilsu. Margrét átti 55 ára afmæli 6.
sept. s. 1.
Samstarfsfólk þeirra lijóna, sendir þeim,
í tilefni þessara merku tímamóta, hugheil-
ar hamingjuóskir.
Þorgilsdóttur, innilegar kveðjur og beztu
framtíðaróskir.
Á heimili þeirra hafa margir gestir not-
ið góðra stunda.
44 BANKABLAÐIÐ