Bankablaðið - 01.12.1955, Side 46
sneri Ögmundur sér að móður Önnu og
sagði:
— Ég vona, að þú i'yrirgefir frumhlaup
mitt, en þetta virðist vera efnilegasti mað-
ur, þó að hann hafi vafalítið lifað nokk-
uðhátt eins og unglingum hættir við nú á
tímum. Ég vildi svo gjarnan vera í spor-
um hans, bætti hann svo við í lægri tón,
en þó því aðeins, að þú værir Anna.
Hún fékk ekki staðizt lengur, en féll
snöktandi í arma hans. Það varð henni um
megn að finna svona mikið öryggi allt í
einu, eftir öll þessi hræðilegu og öryggis-
lausu ár. Eftir allt vonleysið, sem hún
hafði sökkt sér niður í.
Þau hrukku upp við að liurðin frá eld-
húsinu opnaðist og Sveinn kom inn og lok-
aði á eftir sér, en horfði þó fram í eld-
húsið meðan hurðin hallaðist að stöfum.
Svo sagði hann óðamála:
— Mamma, hvaða strákur er í — lengra
komst hann ekki. Hann hafði komið auga
á Ögmund og starði á hann með galop-
inn munn. Síðan stökk hann aftur fram í
eldhúsið, en um leið hrökk upp úr hon-
um:
— Hvað er þetta? Allt fullt af karlmönn-
um! Er þetta jólaboð eða hvað?
Þau hlógu við og gengu fram í eldhúsið
á eftir honum.
LEIÐRÉTTINGAR.
Þær villur hafa slæðst í frásagnir blaðsins uin
starfsafmæli, að Einar Þorfinnsson í Lands-
bankanum var talin eiga 25 ára starfsafmæli
6. júní 1954, en átti að vera 23. sept. s. á.
Starfsafmæli Péturs H. Magnússonar er talið
21. marz s. 1., en átti að vera 1. okt. 1953 eins
og þá var réttilega sagt frá hér í blaðinu. —
Biður blaðið afsökunar á þessum mistökum.
Frá ISnaðarbankanum
ij <•.«•} IfcÁÍ
Stjórii starfsmannafélags IðnaÓarhankans.
Starfshópur Iðnaðarbankans hefur stofn-
að með sér íélag. Stofnfundur var hald-
inn 5. dag júlímánaðar síðastliðinn. Hefur
félagið þegar gerst aðili að heildarsamtök-
um bankamanna. Félagsmenn eru nú 14,
og þótt sá hópur sé ekki stór hyggur hann
gott til samstarfs og samstöðu við starfs-
mannahópa annarra banka. í stjórn starfs-
mannafélags Iðnaðarbanka íslands eiga
sæti: Ari ísberg formaður, Gíslína Frið-
björnsdóttir ritari og Jón G. Bergmann
gjaldkeri.
Iðnaðarbankinn er yngstur banka hér á
landi að starfssögu. Hins vegar hefur
liann þegar gert mikið gagn að styðja
iðju og iðnað í landinu. Þröng og erfið
húsakynni hafa háð að nokkru starfssemi
hans til þessa, en nú mun í aðsígi úrbót í
því máli um komandi áramót.
Starfsfólk Iðnaðarbanka íslands óskar
banka sínum gengis um framtíðarár og
sendir öðru starfsfólki bankastofnana
beztu kveðju sína.
Ó. H. J.
52 BANKABLAÐIÐ