Bankablaðið - 01.12.1967, Page 8

Bankablaðið - 01.12.1967, Page 8
Stórbruni i Reykjavik. að sú starfsemi sem ekki mátti stöðvast, og áður en liðið var að hádegi, var björgunar- starfið komið í fullan gang, unnu nú allir, bæði bankastarfsfólkið og aðfengnir vinnu- flokkar, að því að hreinsa til í rúsmnum. Stefnt var að því að starfsemin gæti hafizt aftur að morgni mánudagsins 13. marz, fjórða daginn eftir brunann. Það var mikil bjartsýni að ætla sér þetta, því hafa verður í huga, að allur húsbúnaður, vélar og tæki, sem allt að helmingur starfsfólksins þurfti á að halda, hafði eyðilagzt og auk þess var hús- rými þess ónothæft. En þetta tókst með því að nýta helming af afgreiðslugólfi viðskipta- manna, kjallara hússins og jafnvel sýningar- glugga, sem vinnupláss. Það kom fljótt í Ijós, að allir sem leitað var til og jafnvel fleiri, voru reiðubúnir að bjóða fram aðstoð sína til þess að sem minnst truflun hlytist af óhappi þessu, fyrir starfsemi bankans. Nú, tæpum 9 mánuðum eftir brunann, er ennþá unnið af fullum krafti að viðgerð húss- ins og ennþá er nokkuð í land með að henni verði lokið, en óhætt mun að fullyrða, að ekki hefur í annan tíma verið betra samstarf með starfsfólki bankans öllu, en eftir brunann og það þrátt fyrir mikil þrengsli og erfið starfs- skilyrði og þessi góði samstarfsvilji á drjúgan þátt í hve giftusamlega hefur úr rætzt. Það sannast því hér, eins og oft áður, að þegar alvarlegir atburðir steðja að og verulega reynir á mannin, þá bregst hann ekki og þá kemur í Ijós hvað með honum býr. 6 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.