Bankablaðið - 01.12.1967, Síða 26

Bankablaðið - 01.12.1967, Síða 26
Nýja Búnaðarbanka- útibúið i Hveragerði. stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri árið 1931. Hóf hann síðan nám í lög- fræði við Háskóla Islands, en hvarf frá námi, er hann byrjaði að starfa í Búnaðar- bankanum, í kreppulánasjóði 9. apríl 1934. Tryggvi Pétursson er einn af elztu og reyndustu bankamönnum landsins með mikla og víðtæka reynslu í bankastarfsemi og bankamálum eftir 34 ára starf í Búnaðar- bankanum. Hann hefur tekið mikinn þátt í félagsmálum bæði innan bankans og utan. Tryggvi er kvæntur Guðrúnu Jónasdóttur, og eiga þau hjónin 4 uppkomnar dætur. Sparisjóður Hveragerðis og nágrennis hættir nú starfsemi sinni og sameinast Bún- aðarbankanum. Innstæður í sparisjóðnum námu um 9 millj. kr. við sameininguna. Miklar breytingar hafa verið gerðar á húsi bankans undir stjórn Stefáns Guðmundsson- ar byggingarmeistara og Svavars Jóhanns- sonar skipulagsstjóra Búnaðarbankans. Húsakynni hins nýja útibús eru mjög smekkleg, en teikningar af breytingum á húsnæði bankans voru gerðar á Teiknistofu landbúnaðarins af Þóri Baldvinssyni og Sig- urði Geirssyni, en skipulagningu innanhúss annaðist Svavar Jóhannsson skipulagsstjóri Búnaðarbankans. Aðalgjaldkeri hins nýja útibús er Ragnar G Guðjónsson og bókari er Alda Andrésdóttir. BANKABLAÐIÐ Fyrirhugað er að næsta Bankablað komi út í febrúarmánuði n.k. Ráðagerðir eru uppi um það að blaðið komi út á næsta ári a. m. k. fjórum sinnum. Þó er vert að minnast þess, að til þess að það geti orðið, verða banka- menn að senda blaðinu efni til birtingar. Oft er talað um það í bönkunum að blaðið komi sjaldan út og þá með meira og minna úreltu efni. Nú gefst þeim mönnum, sem gagnrýnt hafa blaðið að ráða nokkra bót á einhæfni blaðsins. Reynslan mun svo skera úr um það, hvort möguleikar séu á að halda blaðinu reglulega úti á næsta ári. 24 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.